Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 87
87
gott rúm og allt annað, sem þörf erá.“ Gesturinn kvaðst
feginn vilja taka boði þessu, því heldur sem sig hefði opt
lángað til að vera þar sem draugagángur væri. Húss-
bóndanum þókti gott að koinast þannig úr vanda þessum,
lét búa herbergiö að öllu sem bezt og kveikja glæðilegan
eld á arninum.
þegar háttatími var kominn, var eðalmanniuum fylgt
til herbergisins; fól hann önd sína guði á hendur og
lagðist þvínæst til svefns. Lá hann stundarkorn vakandi
en er liann ekki heyrði neitt hárevsti, þá sofnaði hann útaf.
Um óttuskeið vaknaði hann allt í einu við það, að dyrun-
um á herberginu var lokið upp. Sýndist honum það
vera úng stúlka, sem inn kom, hafði hún linhúfu á höfði
og var í nærskjóli einu. en ekki gat hann séð liana gjörla,
þvl Ijósið var brunnið út og lítil sem engin birta stóð af
eldi þeim, er brann á arninum. Vofan gekk nú að arn-
inum og tók skörúnginn til að glæða upp eldinn. —
Sá hann þá glöggt, að hún var í öllu sköpulagi einsog
úng stúlka, en það vissi liann ekki, hvort hún varafholdi
og blóði eða framliðinn svipur. Hún stóð nokkra stund
við eldinn einsog hún vildi orna sér, því næst gekk hún
nokkrum sinnumfram og aptur í herberginu og færði sig
loksins að rúminu; þar staðnæmdist hún allra snöggvast,
lypti upp ábreiðunni og lagðist niður, breiddi hana síðan
yfir sig og lá grafkyr. Hinum únga manni brá nokkuö
við þessa óvæntu aðsókn og þokaðist undan yzt út á rúm-
stokkinn og vissi ekki, hvort hann ætti að liggja kyr eða
rísa á fætur. Réði hann það af að liggja grafkyrr, þáng-
aðtil liann varö þess áskynja að rekkjunaulur lians aud-
aði, þóktist hann þá gánga aö því vísu, að það var ekki