Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 8
8
toguðu út igegnum aldingarðinn, — með hjarta Jas-
intu litiu.
þegar kerlíng kom inn í turninn, sá hún, að
systurdóttir hennar var utan við sig og einhver óskipun
í höllinni. En ekki þurfti nema eitt orð til útskíríngar
og það lét hún sér nægja. „Taminn fálki,“ sagði Jasinta,
„elti bráð sina beint híngað inn í höllina“.
„Guð hjálpi okkur !‘£ mælti kerlíng. „Hver skyldi
trúa því, að fálki flygi inn í turninn! Skárra er það
illfvglið! Já! nú held eg fuglunum í búrinu verði valla
lengur óhætl“.
Gætniskonan Friðgunna var allra meykerlínga varkár-
ust. Henni stóð lilhlýðileg óbeit og ótti af öllu karlkyns
og hafði það heldur ágerzt í margra ára júngfrúrstandi.
Aldrei hafði hún samt um dagana þurft að kvarla undan
ásóknum karlmanna, því náttúran hafði gætt hana því yfir-
bragði, sem betra var til varnar en nokkur ægiskjöldur, en
þær konur, sem minnzt þurfa að ugga um sjálfar sig, eru
allrafúsastar á að hafa örugga verði á hinurn ýngri systrum
s'mum, sem hættara er við freistíngunum.
Jasinta var dóttir sveitarforíngja eins, sem fallinn var
í hernaði. Hafði hún verið uppfædd í klaustri og var ný-
komin úr helgistaðnum undir vernd oggæzlu móðursystur
sinnar, og leyndist hún i skjóli og skugga vængja hennar,
einsog vaxandi rós undir þyrnirunni. Er samlíkíng þessi
ekki valin af handahófi, því þó Jasinta væri haldin í miklu
ófrelsi, þá hafði samt æskufegurð hennar vakið hvers manns
athygli og var hún að auknefni kölluð: „Rósin I Al-
hambra.“
Meðan hirðfólkið var í Alhambra, gætti Friðgunna