Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 111
111
væri okkur af sjónum vikin; liún sagði að ef við á þessum
stundum sætum saman við saklausa og kvennlega iðju, þá
mundi okkur reynast, að það hefðu verið hinar sæiustu og
rósömustu stundir æfinnar, og ef við síðar meir kæmumst
út í vlða veröld og kynntumst sorgum hennar og raunum,
— ef við tældar af freistíngunum eða blektar af glysi hé-
gómans, skyldum nokkurntíma gleyma þeirri ást og rækt,
sem á að samtengja afkvæmi heittelskaðrar móður — þá
nnindi minníngin um samvinnu okkar, þegar við vorum
úngar stúlkur, vekja blíðar hugsanir um liðna tima og
hneigja hjörtu okkar til elskuríkrar viðkvæmni.“
..Alice segir satt, faðir!“ sagði elzta systirin, — ekki
þóttalaust. Að því mæltu tók hún aptur til iðju sinnar og
svo gerðu hinar lika.
það voru nokkurskonar nafndúkar, sem systurnar höfðu
fyrir framan sig. Uppdrátturinn var flókinn og vanda-
samur og voru rósirnar og litirnir eins í öllum fimm dúkun-
um. Svsturnar lutu fagurlega yfir hannyrðir sínar, en
múnkurinn studdi hendinni undir höku sér og leit af einni
á aðra.
„Væri ykkur ekki hollara“, sagði hann loksins, „að
forðast allar slíkar hugrenníngar og hvatír og helga guði
líf ykkar í friðarfvlgsni kyrkjnnnar? Barnæskan, vor-
dagar lífsins og elliárin dvína óðar en varir. Gætið þess,
hversu dauðlegum mönnum fleygir áfram til grafarinnar,
hafið jafuan augu ykkai' föst á takmarki hennar og varið
ykkur á skýji því, sem dregur yfir unaðsemdir veraldar-
innar og blekkir þá, sem liana aðhyllast. Hyljið, hyljið
ykkur skýlunni, dætur mínar !“
,.Aldrei, systur mínar!“ mælti Alice, „hættið ekki á