Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 51
51
að honum, þarsein hann inændi á sléttlendinu, enda er á
honum vlðsýni mikið og fagurt að líta þaðan yfir landið
og sjóinn.
24 d. ágústmánaðar á hinu 79 ári eptir híngaðburð
Krists, þegar Titus keisari ríkti í Rómaborg, byrjaði hið
hræðilega eldgos, sem vakti hina áhyggjulausu innbúa helzt
til óþyrmilega af sælum munaðardraumi í skauti fagurrar
náttúru. En í marga daga áður en Vesuvius tók að gjósa,
höfðu sézt ýms ískyggileg tilbrigði, bæði á fjallinu sjálfu
og i kríngum það. Heyrðust undarleg hljóð bæði að ofan,
og neðan úr jörðinni, líkt sem öskur eða skruggubrestir.
En fæstir tóku eptir fyrirboða þessum eða skeyltu honum,
því landskjálftar voru alltíðir í Kainpaniu. þá heyrðist
allt í einu brestur og brak mikið einsog fjöllin hryndu
saman og gaus fjarska mikill reykjarmökkur upp úr
gýgnum. Plinius ýngri, sem staddur var þenna dag í
Misenum með föðurbróður síinim Plinius eldra, líkir honum
við himinhátt furulré, sem breiðir frá sér greinarnar til
allra hliða, og var hann ýmist sklnandi bjartur, gráleitur,
eða dílóttur. Vissu menn þá ekki í Misenum, hvaðan
mökkur þessi kom, en Plinius eldri, sem réði fyrir her-
skipum Rómverja, er lágu þar á höfninni, lét undireins
búa léttiskútu eina og fór á henni þángað sem mökkurinn
sást, til að skoða þessa sjaldgæfu loptsjón sem næst,
því hann var náttúrufræðíngur mikill; liann var og hugaður
vel og vildi heldur láta llfið, en missa af fróðleik þeim, er
honum gafst kostur á að nema af viðburði þessum.
4*