Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 95
95
Fimm svínahirðarartöluðu um það sín í milli, hvað konúngar
ættu góða daga. „Ef jeg væri kóngur“, sagði hinn fyrsti, „þá
skyldi soðið, sem jeg drykki, vera feitteinsog smjör.“ „Værijeg
kóngur", sagði hinn næsti, „þá skyldi jeg gæta svínanna minna
ríðandi.“ „Og jeg,“ sagði hinn þriðji, „skyldi ekki óska mér
annars en að fá n.vja skó í hverjum mánuði “ „Yrði eg slíkur
lánsmaður“, sagði hinn Qórði, „þá skyldi eg aldrei jeta annað en
hveitibrauð og síróp.“ Jteir spurðu nú hinn fimta, hvers hann
óskaði sér, en hann svaraði: „Jeg veit ekki hvers jeg ætti að
óska, það er nú ekkert eptir, því þið hafið tekið allt það bezta.“
FLJÖTID OG LÆKURINN.
„því ferðti svo hægt?“ sagði lækurinn tautandi við
tljótið; liann var fæddur og alinn af rigníngunni daginn
áður og lék á milli steinanna. „Af því“, sagði fljótið, „að
nienn vita hvar eg á heima. Skepnurnar, sem eg næri,
skipin, sem eg ber, þessir grænu dalir, sem liggja að
farvegi mínum, þessi blómlegu elritré, sem sjúga brjóst
mín, — allt segir frá rás minni, ailt vitnar um afl mitt,
dypt og nytsemi. En þú lækur litli! hertu þig að niða,
svo að bæjarbarnið komi ekki seinna en á morgun og sjái
þig skvetta froðunni, heyri til þin niðinn og sofni við hann
og segi svo á morgun, þegar sólin hefir þurkað þig upp:
„Hérna rann hann.“