Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 107
107
hin fjórða var ári ýngri en hin þriðja. Allar voru þær
háar vexti og tíguglegar í sjón, nieð dökk og eldfjörug
augu og hrafnsvarta lokka, 1 öllu láthragði sínu voru þær
prúðar og kurteisar og urðu þær nafntogaðar um allt
héraðið fyrir fegurð sína.
En þó fjórar eldri systurnar væru fríðar, þá var hin
v'ngsta samt fegurst; lnin var sextán vetra og var fagnaðar
sjón að sjá hana. Hinn glófagri blær á hýji aldinanna eða
lilabrigði blómanna eru ekki fegurri en einíng rósarinnar
og liljunuar í yfirbragði hennar, eða bláminn í augum
hennar. Hinn munarfrjófi vínviður er ekki ásjálegri en
hinir þykku og svörtu lokkar, sem liðuðust um enni hennar.
Mikil paradís mundi þessi jörð vera, ef hjörtu vor
allra væru einsog þau, sem berjast í brjóstum hinna úngu
og fögru! Hvað væru þrautirnar og áhyggjurnar, ef
hjörtu vor gætu varðveitt æskuna og fjörið, þegar líkam-
inn eldist og hrörnar? En þessi skuggamynd jarðneskrar
sælu, sem markast á þau í bernskunni, nýst og eyðist í
hnauki heiins baráltunnar og afmáist fljótt, svo optaslnær
verður ekki eptir nema hryggileg eyða.
Hjarla þessarar fögru ýngismeyjar réði sér valla fyrir
gleði og feginleik. Hún elskaði systur sínar innilega og
dáðist að öllu fögru í náttúrunni, því hjarta hennar var
hreint. Málrómur hennar var glaðvær, hláturinn fullur af
kæti og var það hinn sælasti hljómur, sem heyrðist á heimili
þeirra; hún var Jjós þess og líf. Hún klakti út fegurstu
blómunum í garði þeirra, fuglarnir súngu í búrum sínum,
þegar þeir heyrðu mál hennar og sátu með drúpandi
vængjum, þegar þeir mistu af sætleika þess. Elskulega