Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 40
40
vera orðinn fyrir hinu mesta láni, sem dauðlegum
manni getur auðnast, en samt var hann ekki ánægður
með það, heldur kepti hann eptir einræði því, er hann
fyrrum hafði átt að venjast á þrakalandi.y Beiddist hann
því skipa og liðs og hét að vinna þjóð sinni fé og frama,
en skírði ekki frekara frá tilgángi sínum. En er honum
var það veitt, er hann hafði um beðið, sigldi hann til
eyjarinnar Paros og ætlaði sér tvennt í einu, fvrst að
klekkja á eyjarbúum fyrir misgjörðir þeirra og l öðru
lagi að vinna sjálfum sér ríki. En eyjarbúar vörðust
hraustlega, svo að honum varð ekkert ágengt, og vildi
honum það slys til, að hann meiddist á fæti í atlögu einni,
er hann gerði að þeim á náttarþeli. Varð hann þá að
hverfa aptur við svo búið. En nú var einsog þakklælis
tilfinníngin væri dofnuð í brjósti borgarmanna. Hann
var dreginn fyrir dóm til að verja gjörðir sínar, en með
því hann var sjúkur og gat ekki sjálfur talað máli sínu,
þá var það með naumindura, að vinum hans tóksl að firra
hann dauðadómi. Hinu fengu þeir eigi afstýrt, að hann
var dæmdur til að greiða allan herkostnaðinn; var það
geysimikið fé og dó hann í fángelsi sínu áður en það
væri goldið, en að honuin látnum tókst Kimoni syni bans
að lúka sektinni.