Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 65
sé hið venilega og ekki kann að greina tilgánginn frá
meðölunum.“
„Vitur maður heldur sér við hakkann, en flónið veður
i miðjum straumnum. Vitur maður er mikill í liinum
minnstu verkum, heimskínginn er lítill í hinum mestu“.
„Sá konúngur, sem ber lotníngu fyrir gamalmenninu
og heiðrar dygðina, sem virðir ágæti föðurlandsvinarins og
annara manna, seui góðs eru verðir, sem ekki daufheyrist
við gráti ekkna og munaðarleysíngja, sá konúngur er prýði
þjóðar sinnar.“
„Hinn sanni sómi konúngsins er ekki í því fólginn, að
hann sé ríkur, heldur í því, að hann geti eflt velmegun
þegna sinna.“
„Dygðin er óbilug undirstaða konúngsvaldsins og
ótæmandi frægðar uppsprelta. Auðurinn er því ekki nema
til prvðis“.
„þrjár aðaldjgðir eru til: að kunna skvn á hygg-
indum; að vilja öllu mannkyni vel; að hafa þor til
framkvæmda.“
„þjóðirnar mega sín meira með hugprýði sinni en
með eldi og sverði. Aldrei hef eg séð neina þjóð tortýn-
ast, sem hafði hug til að treysta sjálfri sér.“
„Hinn réttláti maður fer ekki neina sniðvegi, hann
gengur beina braut og skeikar aldrei.“
„Lærðu að þekkja mauninn af manninum sjálfum. Öll
sú þekkíng, sem ekki er ausinn af þessum brunni, er
marklaus og einskisverð.“
„það er ekki til nema ein lífsregla:
Vertu falslaus í allri breytni þinni og gerðu aldrei
neinum það, sem þú ekki vilt að hann geri þér.“
Ny Suraar&jöf 1861. Ö