Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 4
4
Ruyz Alarkon furðaði sig mjög á því, hvílik fegurð
og nettleiki lýsti sér á öllu í þessum afskekta turni, sem
hann hafði ætlað óbygðan. Hugsaöi hann þá til frásagna
þeirra, er gengu manna inilli i Alhambra, um töfra liallir;
það var ekki að vita, nema flekkótti kötturinn væri kóngs-
dóttir i álögum.
Hann barði hægt á dyr. Gægðist þá fagurt meyjar
höfuð útum lílinn glugga fyrir ofan, en hvarf samstundis
aptur. Beið hann þess nú, að upp yrði lokið, en enginu
kom til dyra. Ekki heyrði hann heldur neitt fólatak fyrir
innan og var þar grafkyrt. Vissi hann ekki, hvort sér
hefði missýnzt eöa það hefði verið töfruð mey, sem hann
sá. Barði hann þáaptur á dyr og harðara en fyrr. Kom
þá undireins aptur úti gluggann hið yndisfagra andlit,
sem hann áður sá. það var fimlán vetra gömul stúlka,
sem stóð í hinum fegursta blóma æskunnar.
Hirðsveinninn tók fjaðrahúfuna af höfði sér og beiddi
meyna ineð kurleisustu orðum að lofa sér að fara upp í
turninn til að ná fálka sínum.
„Eg þori ekki að Ijúka upp, herra!“ ansaði ýngis-
mærin og roðnaði við; „hún fóstra min hefir bannað
mér það.“
„En eg sárbæni yður, yndislega júngfrú!“ mælti
sveinninn, „það var uppáhalds fálkinn drottníngarinnar.
Eg þori ekki að koma svo heim aptur í höllina, að eg ekki
hafi hann með mér.“
„Eruð þér þá einn af hirðarherrunuin?“ spurði stúlkan.
„Já! elskubarn!“ ansaði sveinninn, „en missi eg fálk-
ann, þá fyrirgeri eg náð drottníngarinnar og embætti
mínu.“