Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 38
38
niður erfðadeilur iueð droUníngu sinni og börnutn, svo að
leiðángurmn fórst fyrir og andaðist liann áður en hann
fengi ætlhn sinni framgengt.
M hljómaði frægð og lofstir Aþenuborgarmanna um
allt Grikkland, sem átti þeim frelsi sitt að þakka. — „þeir
voru hinir fyrstu á meðal Grikkja,“ segir Herodot, „sem
hlupu á fjendur sína og óskelfdir litu hinn mediska búning
og þá, er honum voru klæddir. En allt til þessa hafði
Grikkjum risið hugur við að heyra Meda (Persa) nefnda á
nafn“ —; þeir höfðu sýnt það lil fulls, að ofurefli Persa
var ekki ósigranlegt. En áður en fregnin um sigurinn
gæti borizt át, kom hjálparliðið frá Spörtu til Aþenu-
borgar; það voru tvær þúsundir manna og liöfðu þeir
farið sex þíngmannaleiðir á þremur dögum. þegar þeir
höfðu hvílt sig, skoðuðu þeir valinn og undruðust mjög,
er þeir sáu, hvar Persar lágu unnvörpum um völliiin, og
fannst mikið um vopnin og auðæfin í herbúðunum ; stóð
Aristides vörð yfir þeim með flokki hraustra liðsmanna.
Sneru Spartverjar aptur heimleiðis og duldust þess eigi,
að nú væri Aþenuborg risin á þann legg, að henni mundi
ekki um megn, að keppa við Spörtu um öndvegið á meðal
hinna grisku ríkja.
Nú var fögnuður mikill í Aþenuborg og jafnskjótt
sem menn vissu, að Persar voru sigldir á brott, gerðu
borgarmenn virðulega útför þeirra, sem falliðhöfðu Tveir
haugar voru orpnir, annar að líkum Aþenuborgarmanna,
en hinn að Plateumanna, og voru nöfn þeirra höggin á
minnisúlur úr inarmara. En þriðji haugurinn var orpinn
að sigurmarki til heiðurs við Miltiades og seinna prýddur
með líkneski hans. Hefði hann sjálfur livilt þar undir