Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 112
112
þau umskipti, að sitja iunibyrgðar i kolduui klausturklcfa
í stað þess að una við blæ og birtu himinsins, blóma
jarðarinnar og allt hið fagra, sem á henni lifir. Gjafir nátt-
úrunnar eru hin sönnu gæði lífsins og við getum án syndar
notið þeirra hver með annari. Dauðinn er vort þúnga
hlutskipti, en lálum okkur deyja svo, að líf sé í kríngum
okkur, og þegar hjörtu vor eru kyrr og köld, látum þá
heit hjörtu berjast í nánd við þau; látum augu vor að
skilnaði dvelja á þeim takmörkum, sem guð setti sinum
fagra himni, en ekki á járngrindum og grjótveggjum.
Lifum hér og deyjum, elskulegu systur! i þessum græna
garði, ef ykkur svo líkar; forðist þið aðeins myrkvastofu
klaustursins, þá mun allt vel fara.“
í því ýngismærin lauk þessari heitu áskorun, hrundu
tárin ólt og títt af augum hennar og grúfði hún sig að
barmi systur sinnar
„Gráttu ekki Alice!“ sagði elzta systirin og kysti á
vánga hennar. „Nunnuskýlan skal aldrei bregða skugga
yfir æskufegurð þina. Hvað segið þið systur? Segi hver
fyrir sína hönd, en hvorki fyrir mig né Alice.“
þá sögðu svsturnar allar i einu hljóði, að eilt skyldi
gánga yfir þær allar, og gátu þess um leið, að friðurinn
og sakleysið gætu víðar átt sér heimkynni en í klaustrum.
„Faðir!“ sagði elzta systirin og stóð upp með tignar-
legum svip. „þér hafið heyrt ályktarorð okkar. Hin
sama kristilega fyrirhyggja, sem auðgaði Mariuklaustur og
fól okkur munaðarlausar gæzlu þess, áskildi jafnframt ský-
laust, að okkur mætti enga nauöúng bjóða, heldur gætum
við að frjálsu lifað einsog okkur líkaði bezt. Við biðjum
yður því að nefna þetta ekki framaránafn. Systurmínar!