Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 10
10
„Æ! migauina! hann er farinn! hann er farinn!
Eg fæ aldrei framar að sjá hann!“
„Farinn! — hver er farinn? Hvervar úngi maðurinn,
sem lá fyrir fútunum á J>ér?-‘
„Einn af hirðsveinuin drottningarinnar, fóstra! hann
var að kveðja mig“.
„Einn af hirðsveinum drottníngarinnar?* segir Frið-
gunna, þvinær agndofa, „og hvenær kyuntist þú þessum hirð-
sveini droltníngarinnar?“
„Morguninn, sem fálkinn flaug inn í tufninn. það var fálk-
inn drottníngarinnar og hann var að leita að honum.“
„Oláns stúlka! veiztu það ekki, að fálkar eru hvergi
nærri eins skæðir og úngir hirðsveinar, og þeir hremma
ainmilt aðra eins einfeldnis únga og þú ert.“
í fyrstunni var Friðgunna bálreið, því henni sárnaði,
að ástarmök þessi skyldu hafa uppbyrjast, þrátt fyrir henuar
alþektu aðgælni, og þaö rétt upp í opið geðið á henni.
En með því hún sá, að systurdóttir hennar var sloppin
skaðlaus úr þessari háskalegu freistíngu, enn þótt hún eigi
yrði varin ginníngum karlmannanna, þá huggaði hún sig
með því, að það væri engu öðru að þakka en þeim skír-
lífis og varúðar reglum, sem hún hafði innrætt henni.
Meðan Friðgunna græddi hugarsár sín ineð þessum
huggunarsmyrslum, hugsaði systurdóttir hennar ekki um
annað en eiða og trygðaheit sveinsins, er hann hafði marg-
svarið henni. En hvað eru ástir hverflyndra og léltúðugra
ýngismanna? þær eru einsog lækurinn, sem leikur í svip
við hvert blóm, sem á bakkanum stendur, rennur síðan
framhjá og lætur blómin sitja eptir, fljótandi í tárum.
INú liðu dagar, vikur og mánuðir og fréttist ekkert af