Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 34
34
þegar það spurðist, að Persar væru gengnir frá skipum
sínum upp á Maraþóns völl, fekk Miltiades því til leiðar
komið, að farið var til móts við þá með herinn eptir suð-
urleiðinni vfir fjallið Pentelikon. Kom nú hver fregnin
af annari um það, hversu Persar væru mannmargir og var
herinn látinn nema staðar. Sókti Miltiades það mál fast,
að undireins væri lagt til orruslu. — Hann þekti Aþen-
umenn að því, að þeir voru skjótráðir og snarpir á sprett-
inum, en skorti fremur þolgæði það ogstaðfestu, sem aldrei
örvæntir um sigurinn, þó hart kreppi að. Fjórir foríngjar
guldu atkvæði með honum og fímm í móti, en herstjórinn
skyldi skera úr, þegar svo bar undir. Talaði Miltiades þá
þessum orðum til hans: „Nú er undir þér komið, Kalli-
makkus! hvort Aþenuborg skal vera frjáls eða ánauðug og
hvort þú leyfir eptir þig ódauðlegan orðstír. þvi ef vér
ekki ráðum til atlögu, þá uggir mig, að flokksmenn Hippi-
asar muni fá talið borgarmenn á aðra ætlun og verði svo
þjóðfrelsið að lúta í lægra haldi fyrir ánauðar oki Persa.
En ef vér greiðum atgaungu, þá eru málalokin í höndum
goðanna og munu þau veita oss sigur.“
Snerist þá Kallimakkus á hans mál og var fastráðið
að snúa til bardaga. Svo var til ætlast, að foríngjarnir
skiptust til að hafa æðstu berstjórn á hendi sinn daginn
hver, en nú lögðu þeir allir völd sín í hendur Miltiadesar.
Herinn sókti nú yfír hálsana ogkom norðan af fjallinu
að skógarlundi einum, er helgaður var Heraklesi. þar
var liðið kannað og voru samtals tíuþúsundir hoplíta; svo
nefndust hermenn þeir með Grikkjum, er báru hjálma og
panzara, stóra skildi og lángar kesjur. Engir voru þar
bogmenn né riddarar, en þó vafalaust nokkuð léttvopnað