Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 89
89
— „er blessuð vofan, sem gengið hefir í herberginu yðar.“
Sagði hann síðan allt sem fartð hafði og verður því ekki ,
með orðum lýst, hvað stúlkan varð kynleg við og sór hún
sig um, að hún vissi ekki af þessu heldur en dauða sínum,
en ekki kvaðst hún efa, að það væri satt, því hún myndi
það glögt, að hún hafði hrínginn á hendinni, þegar hún
lagðist útaf. Varð úr þessu hið mesta gaman og sagði
faðir stúlkunnar að endíngu, að fyrst hún á annað borð
hefði gengið í sæng með frænda sínum, þá væri það undir
sjálfum honum komið, hyort hann vildi gera henni sömu
skil, þvi hann kvaðst vera fús á að gipla honum liana með
góðum heimanmundi. þáði hinn úngi eðalmaður fegins-
hugar þetta drengilega boð og mærin, sem óviljandi
hafði samrekt honum, hikaði sér ekki við að játa honum
eiginorði.
SMASÖGUR.
Snyrtifrú ein í Parísarborg sagði við þjónustustúlku sína, sem
var að færa hana i fötin: „Drottinn minn! skelfing er mér farið
að leiðast að gánga i sorgarfötum — nú hef eg gengið svona í
liátfan mánuð. En eptir á að hyggja Annetta mín .' hver erþað,
sem eg syrgi mína?“
Tveir ferðamenn tóku sér náttból í gestgjafallúsi. einu og
sváfu báðir í sama herbergi. Lm nóttina komu mýs og átu