Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 9
9
systurdóltur sinnar vel og vandlega og hugsaði sér til
hreifings, að erfiðismunir sínir mundu hafa hinn bezta
árángur. Að vísu komst hún í standandi vandræði, þegar
hún heyrði gítars hljóma og mansaunga kveðna fyrirneðan
turninn í skógarrunnunum á mánabjörtum sumarkvöldum;
lagði hún þá ríkt á við systurdóttur sína, að daufheyrast
við þessu hégómlega saungva glíngri, og sagði henni, að
þetta væri ein af brellumþeim, er karlmenn hefðu til þess
að ginna einfaldar slúlkur til hrösunar. En hvað megna
þurrar áminníngar móti ástarsaung í túnglsskini, þarsem
við únga og óreynda stúlku er að eiga?
jNú brá Filip konúngur snögglega veru sinni í Gran-
ada og fór úr Alhambra með alla hirðsina. Horfði Frið-
gunna eptir halarófu konúngs sveitarinnar með sínum að-
gætnu augum, meðan hana bar útum dómhliðið og ofan
eptir hinni hreiðu braut, sem liggur til borgarinnar. En
er aptasta merkið hvarf úr augsýn, sneri hún hróðug og
hlakkandi heim aptur í turninn, því nú var öll hræðsla
hennar á enda. því heldur brá henni í brún, er hún sá,
hvar arabiskur hestur stampaði hófunum fyrir utan
garðshliðið; en hreint ællaði hún að hníga niður af hræðslu,
er hún sá í gegnum rósagerðið, hvar úngur maður í gull-
sáumuðum klæðum lá frammi fyrir fótum systurdóttur
hennar. En er hann heyrði fótatak kerlíngar, kvaddi hann
stúlkuna innilega, stökk léttilega yfir reyrgerðið, stiklaði í
söðulinn og hvarf einsog örskot.
Jasinta var svo yfirkomin af harmi, að hún gleymdi
alveg reiði móðursystur sinnar; hún fleygði sér í fáng hennar
og sagði hágrátandi: