Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 14
14
þvi truflarðu hinar væru andvökur rnínar með gráti og
kveinstöfum ?“
„Eg græt yfir brigðlyndi mannanna og barnra nrér
útaf þvi, að eg er svo einmana og munaöarlaus.“
„Huggastu þá“, mælti vofan, „lirygð þín mun brált
á enda. Eg er serknesk kóngsdóttir, sem var óláusöm
í áslum einsog þú. Eg var unnusta kristins riddara,
sem síðar varð ættfaðir þinn, og ætlaði hann að flytja
mig heim með sér til ættjarðar sinnar, í skaut kyrkjunnar.
I bjartanu bafði eg snúizt til réttrar trúar, en mig brast
áræði að þvi skapi og hikaði eg mér helzt til lengi. Eyrir
þá sök er illum öndum leyft að bafa bald á mér, og mun
eg sitja töfruð í turni þessum, þángaðtil einhver sannkrist-
inn maður eða kona leysir mig úr álögunum. Vilt þú
líkna mér?“
„Já! það vil eg“, ansaði Jasinta skjálfandi.
„KÓindu þá híngað og vertu óhrædd. Dýfðu hendi
þinni í vatnið og skírðu mig einsog siður er eptir þinni
trú, mun þá álögunum af létta og órósöm önd mín
fínna hvíld.“
Mærin gekk skjálfandi að vofunni, dýfði hendi sinni
í brunninn, jós vatni úr honum og stökti því framaní
hana. Brá þá himnesku blíðubrosi yfir ásjónu hennar.
Hún lagði silfurgígjuna niður fvrir fætur Jasintu, kross-
lagði hendurnar á barmisérog hvarf; var þá einsog þéttum
daggarúða rigndi niðrí brunninn.
Jasinta gekk burt úr höllinni óttaslegin og undrunar-
full. Alla nóttina kom henni valla dúr á auga, en er
Ijómaði af degi, vaknaði hún af órósömum blundi, og
þókti henni þá, sem allt þetta hefði verið drauinur. En