Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 121
121
og mikil stund á lögð að gera þær sem skrautlegastar, en
þó var mestu kostað til erkibiskupskyrkjunnar. Eysteinn,
sem var annar erkibiskup í ðiorvegi gerði mest að því að
prýða og stækka kyrkjuna; ár 1160 vígði liann altari í
suðurkyrkjunni og lét hann byggja upp alla auslurkyrkj-
una og stækka hana, svo að þær grafir urðu nú innan
kyrkju, sem áður höfðu verið utan og með því altarið
einsog fyrri var látið standa þar sem verið hafði leiði
konúngs, þá varð að stækka kyrkjuna norður og suður á
við. þannig jók Eysteinn við Kristskyrkju og prýddi hana,
og er það verk hans að miklu leyti enn við lýði í dóm-
kyrkjunni, sem nú stendur. Hauu lét byggja austurarm
kyrkjunnar, en norður og suðurarmurinn eru eldri, og eru
þeir að Hkindum eptirleifar Kristskyrkju eða þrenníngar
kyrkju Ólafs kyrra.
Ar 1248 tók Sigurður erkibiskup að byggja vesturarm
kyrkjunnar og var lokið við hann er stundir liðu fram;
hann varð lángskrautlegastur og var nú kyrkjan alger í
þeirri mynd, sem í fyrstu var til ætlast, því nú var húu
með réttu krosslagi. Voru á henni þrír glæsilegir stöplar
og stóð hinn stærsti og fegursli beint yfir krossinum, en
hinir tveir á vesturendanum yfir báðum hliðardyrunum.
Að líkindum hefir og verið hár stöpull yfir kórnum. þar
að auki bafa og verið turnspírur á ýmsum hornum og
bustum, einsog lítt er á gotneskum kyrkjum. 350 fet var
kvrkjan á lengd frá austri til vesturs. Austurarmurinn
var 64 fet á breidd, vesturarmurinn 90; frá gólfi og upp
í hvassboga hvelfínguna voru 65 fet.
þegar nú var lokið við'smíði kyrkjuilnar, Ijómaði hún
af slíkri dýrð og viðhöfn, að ekkert hús hafði sézt jafn