Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 127
127
seni steingeita skytluin eru búnar, og látum þó þeirra
hraknínga aö engu getið, sem leiða af þoku og illviðrum.
Skotmaður klifrast uppeptir þraungri kleif og vegur
sig upp af einni snösinni á aðra, þvi liann getur valla
nokkursstaðar komið fótum fyrir sig. Allt er grafkyrt
umhverfls hann. þá heyrir hann snögglega skruðníng yfir
höfði sér, einsog allt ætli ofan að keyra og geysimikil
grjótskriða veltur drynjandi niður í hyldýpið. Steingeit-
urnar taka viðbragð við hljóðið og stökkva í loptinu seni
eldíng fljúgi, en steinarnir losna undir fótum þeirra. Illa
er þá skotmaður farinn, ef hann ekki heyrir hljóð þetta
fyrr en um seinan, og verr þó ef ekki er klettur nálægt,
sem hann getur falið sig undir þáugaðtil skriðau er
framhjá liðin.
Nú hefir liann þegar skotið steingeitina, en í fjörbrol-
unum hefir hún steypt sér niður í geysidjúpa gjá og
verður hann nú að klifrast þángað ofan eptir henni. þá
sér hann allt í einu sprúngu fjarska breiða og meira en
þúsund fet á dýpt. þar verður hann að stökkva yfir og
getur þó ekki hlaupið til, því það er með hörkubrögðum,
að hann getur náð fótfestu, en dauðinn er vis, ef honiini
skriðnar fótur. Hann raælir hlaupið eptir sjónhendíngu,
skygnist iim hvar hægast sé að þrífa höndum dauöahaldi,
ef hann kemst yfrum, og fleygir sér þvi næst í ofboði yfir
kleltasprúnguna. Segja hinar djörfustu Alpa skyttur, aö
það sé voðalegast, þegar steinn losnar, áður en ráðið er
til hlaupsins, og dettur niðrí gjána; heyrist þá hár hvellur
er hann mölbrotnar niðri í hyldýpinu og er það vísbendíng
um, á hverju von er, ef hlaupiö mistekst.
Skotinaður rekur steingeita lióp upp á háan fjallstind