Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 77
77
hatur niilli begg,ja þjóðanna. — Höfðíngi nokkur írskur,
Hugh o Neal að nafni, hafði um þessar mundir æst al-
niennl upphlaup i öllu landiuu og fekk jarlinn eigi bælt
það niður. A írlandi er gott til varnar innlendum, en illt
lil sóknar fyrir þá, sem ókunnugir eru landslaginu, því
þar er víða fjöllótt og mýrlent og skógar miklir; veitti
upphlaupsiuönnum því hægt að vinna Englendíngum mikið
tjón, svo að þeim horfði til mikilla vandræða. Hugðist
Essex þá mundu vinna sér mikla frægð, ef liann fengi
friðað landið og sóktist því þvert á móti ráði vina sinna,
ákaft eptir að verða fyrir leiðángri þeim, er nú var út
boðinn mót Írlendíngum. Gaf Elisabeth honum jarldóm
yfir írlandi, nefndi hann til æðsta herforíngja og fékk
bonum mikið vald í liendur. En það sá fljótt á, að Essex
hafði reist sér hurðarás um öxl, þvi lierferðin fór út um
þúfur og varð hann eptir geysi mikið manntjón að semja
um vopnahlé við oddvita uppreisnarinnar og skvldi síðar
meir staðfesta annan sáttmála, er að mestu varþeimíhag.
Meðan á þessu stóð, spörðu óvinir Essex ekki að rægja
liann við drottníngu og færa allar gjörðir hans á verra
veg, en er liann spurði, hversu mjög henni mislíkuðu að-
farir hans, þá tók hann það ráð, að gera sitt ítrasta til
þess, að hann ekki yrði kallaður lieim frá hernum með
svívirðíngu; fór hann því í mesta flýti frá írlandi þvert á
móti skýlausu banni drottníngar. En er hann var kominn
til Lundúnaborgar, skundaði hann rakleiðis til hallarinnar,
án þess að gera boð á undan sér, féll fram fyrir fætur
drottníngar, kysti á liönd hennar og beiddi hana að fyrir-
gefa sér. Kom þetta flatt upp á Elisabeth og viknaði hún
í fyrstu, er hún sá ástvin sinn, svo að hún tók honum