Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 93
Katólskur klerkur þjónustaði einusinni gamlan okurkarl og
hélt að honum gyltu krossmarki úr silfri. „Æ! prestur minn
góður!“ sagði sjúklíngurinn og virti krossmarkið vandlega fyrir
sér, „ekki verður mikið lánað úl á að tarna.“
Otlátúngur nokkur í Aþenuborg gekk einhverju sinni fram
hjá Sókrates; Sókrates heilsaði honum, en hann tók ekki kveðju
hans. Nokkrir af vinum Sókratesar spurðu, j>ví hann vildi þola
slíka háðúng, en hann svaraði: „|>ví skyldi eg reiðast fyrir það,
að eg er kurteisari en hann?“
Holberg mætti einusinni í stræti nokkru tveimur mönnum, sem
höfðu tekið sig saman um að storka honum með því, að gánga
ekki úr vegi fyrir honum. „I>ví gángið þið ekki úr vegi, góðir
herrar?“ mælti Holberg. „Við gaungum ekki úr vegi fyrir einu
bannsetlu hundspotti“, svöruðu þeir. „I>á geng eg úr vegi fvrir
tveimur", sagði Holberg.
Maður nokkur liitli læknir, sem var nýstaðinn upp úr legu, og
spurði, hvcrnig á því stæði, að hann hefði ekki sézt svo lengi.
Læknirinn sagði honum þá að hann hefði legið veikur. „íþað
hélt eg aldrei bæri til,“ sagði hinn í háði, „að læknar væru
veikir.“ „Á ekki það!“ ansaði læknirinn, „það hefir enda borið
við, að þ'eir hafa dáið.“
*
Bóndi nokkur hafði beðið nágranna sinn að geyma fyrir sig
hunángs krukku. f>egar bóndi kom að sækja hana, sagði hinn,
að tlugurnar hefðu jetið úr henni allt hunángið. Eigandinn stefndi
honum fyrir dóm og var hann dæmdur til að borga hunángið.
Hann reyndi alllaf að verja sig með því, að flugurnar hefðu jetið
hunángið, en dómarinn sagði að hann hefði átt að drepa þær.
„Hvernig þá?“ sagði bóndi, „er leyfilegt að drepa f!ugur?“ „Já!