Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 57
57
vér eiguin því svo mikiun fróðleik að þakka um fornöldina.
því eptir að borgirnar, sem fyrr voru nefndar, höfðu legið
undir jörðinni meira en hálfa aðra þúsund ára, fundust
líkneski nökkur (ár 1711) þar sem Herculanum var grafið
niður. En það var ekki nema litilfjörleg bvrjun. Skömmu
seinna fannst musteri, krínglótt i lögun og stór lystigarður;
fundust þar afarmörg likneski bæði úr marmara og eiri,
og það einhver hin fegurstu, sem til eru eptir fornmenn.
Bókasafn eitt var i einu herbergi lystigarðsins og geymdust
þar fleiri en þúsund bókfell, svo menn hugðu, að það mundi
verða mikill viðauki við það, sem til var áður af griskum
og rómverskum ritum. En sú von hefir brugðizt, því
bæði eru ril þessi ómerkileg og lítt læsileg, afþví bókfellin
voru máð og þvinær að dupti orðin.
Ár 1748 fannst borgin Pompeji og með því þar var
’litil bygð, og ekki lá nema öskulag jfir hinum forna bæ,
þá veitti mönnum ekki erfilt að grafa. þá var sem forn-
öldiu risi uppúr gröf sinui, ekki einsog apturgánga, heldur
lifandi, úng og fögur, og gnæfir Pompeji nú einsog í forn-
öld undir himninum fagurbláum, og sá, sem nú gengur
þar um strætin, sér goðamyndirnar brosa í sólskininu einsog
hinir fornu innbúar. Allt líf þeirra liggur þar opið og
öndvert fvrir augum vorum, því Pompeji er líkt og borg,
sem eydd er að mönnum eptir eldsvoða.. Samt er enn
ekki búið að grafa upp meira, en svo sem svarar þriðj-
úngi borgarinnar og hefir seinni árin lítið verið starfað
að því, sem vænta mátti af hinni níðíngslegu stjórn, er
ráðið hefiríINeapeh Erakkar -gerðu mesta gángskör að því
öndverðlega á þessari öld. En það er samt hinn merkasti
hluti borgarinnar, sem kannaður hefir verið; liafa þar