Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 15
15
er hún kom niðri höllina, gekk hnn íir skugga um, að svo
var í raun og veru, sem fyrir hana hafði borið, því hún
sá silfurgígjnna hjá goshrunninum og glóði á hana i geislum
morgunsólarinnar.
Hún hljóp til fóstru sinnar, sagði henni frá þvi, er
hún hafði séð og fékk hana með sér niðrí höllina til að
sjá gígjuna, til sanninda merkis. þó nú kerlíng væri hálf
treg að trúa, þá tók samt af allan efa hennar, þegar
Jasinta hrærði gígjustrengina, því þeir gullu við með svo
himneskum töfrahljóm, að þeim tókst að þíða hjarla Frið-
gunnu, og græða blóm á þessum jökulgaddi eilífs vetrar.
Má nærri geta, að sá hljómur var ekki einleikinn, sem
hafði slík áhrif,
Töfrakraptur gígjunnar kom æ betur og betur í ljós,
dag frá degi. þeir, sem gengu framhjá turninum, stóðu
einsog dæmdir og hlýddu á hljóminn frá sér numdir af
unun. Fuglarnir þyrptust saman í næstu trjánum og hættu
sjálfir að sýngja, en hlýddu þögulir og unaðfángnir á
gígjusláttinn.
Nú varð þetta hljóðbært hvervetna og flyktust innbúar
Granadaborgar til Alhambra, til að heyra eyminn af hinum
himnesku röddum, sem hljómuðu i kóngsdætra turninum.
Hin yndislega saungmey var nú tekin burt úr ein-
veru sinni. Ríkismenn og slórhöfðíngjar möttust um að
hafa hana í húsum sínum og veita henni sóma, gekk þeim
það mest tii, að þeir vildu ná haldi á töfragígju hennar
til þess að hæna menn til sala sinna.
En hvar sem hún fór, þá elti kerlíngin Friðgunna hana
á röndum og gætti hennar einsog dreki, sem liggur á
gulli; visaði hún mörgum burt, sem dáðust að henni og