Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 43
43
i>ví vandlætíngasamari sem menn eru við aðra, því vægari
eru þeir við sjálfa sig.
Svo mikils má rógburðurinn sín, þó svívirðilegt sé, að þótt
menn hafi andstygð á honum, þá hlýða menn samt á hann, og
þó menn fyrirlíti hann, þá trúa menn honum engu að siður.
|>að er eins örðugt, að lofa þann mann, sem er öllum fremri
að manndygð, einsog hinn, sem ekkert lofsvert liggur eptir.
Til hins fyrra vantar orðin, en efnið til hins síðara.
Betra er að vera frjáls maður með óflekkuðum drengskap,
þó í örbyrgð sé og útlegð, heldur en að sjá föðurland sitt í
hlekkjum, eiga auð fjár og dragnast með byrði svivirðíngarinnar.
Hvað er það, sem þú sást svo opt? Grafir liðinna kynslóða.
Og ekkert annað? Jú! eg sá öldina, sem nú lifir, vinna sin hvers-
dagslegu, litilfjörlegu verk á þessum gröfum, allteinsog hugsun-
arlaus börn, sem kasta knetti á leiðum feðra sinna.
^ess ber oss mönnunum 'að minnast, að sérhver öld hefir
sinar sóttir og sín vitleysuköst.
Hafi menn auðsýnt heiminum eitthvert kærleiks verk, þá
mun hann optastnær búa svo um hnútana, að það verði ekki
gert í annað sinn.
Enginn getur sagt, að það stríði á móti trúnni, að afneita
goðum skrilsins; hitt væri guðleysi, að gera sér slíkar hugmyndir
um goðin, sem skríllinn gerir.