Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 24
24
mörkuin næturheims og mundi hann fmna Gorgórnar þar.
Fékk Perseifur þá kerllngunum tönnina og augað og fór
leiðar sinnar. Hitti hann dísirnar og fengu þær honum
vængjaða ilskó, poka og huliðshjálm.
Sóktist honum nú leiðin fljótt og létt, er hann hafði
ilskóna á fótum sér. Kom hann að hinum hræðilega helli,
er systurnar lágu í, var það um hádegisbil og sváfu þær
allar þrjár; gekk hann þángað aptur á bak og horfði í
skjöld sinn einsog skuggsjá. Sá hanu, að þær voru girðar
höggormum og voru hárlokkar þeirra höggormar einir;
þekti hann Medúsu, hjó sverðinu aptur fyrir sig til hennar,
svo að af tók höfuðið, og lét liann það niður í pokann.
Vöknuðu nú hinar systurnar, en vegna huliðshjálmsins
fengu þær eigi séð hann og komst hann þvi hjá fángbrögðum
þeim, sem ella mundu hafa orðið honurn að bana. En
áður en hann lagði á stað heimleiðis, sá hann nýtt stór-
merki, því vængjafákurinn Pegasus spratt upp af jörðinui,
sem rauk enn af blóði Medúsu. þandi hann þegar vængi
sína til flugs og fleygði Perseifur sér á bak honum.
Færði hann dísunum ilskóna og hjálminn og reið síðan
yfir höfði gránornanna, en þær horfðu á hann til skiptis
með auganu.
þvínæst sá hann á Libyuströnd, hvar fögur ýngismey
var fjötruð við klett. það var Androineda, dóttir Kefeifs
konúngs, og átti hún að verða sjóarskrýmsli einu að bráð,
eptir dómi Juppiters Ammons. Réðist Perseifur með
brugðið sverðið á óvættinn, í því hann óð upp úr sjónum
og ætlaði að gleypa kóngsdótturina. En ekki fékk hann
unnið á honum með vopnum, heldurhlaut haun að bregða
upp Gorgóarhöfði, og varð hanu þá undireins að steini.