Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 7
7
mælin dóu á vörum hans og öll kurteisis viðleitni hans
fór út um þúfur og varð árángurslaus; hann, sem áður
hafði verið hinn orösnjallasti og talað útfarnar státsmevjar
upp með mestu einurð og kurteisi, hann stóð nú feiminn
og ráðalaus frammi fyrir óreyudri stúlku fimtán vetra
gamalli.
þessi látlausa ýngismey var betur varin með sakleysi
sínu og siðprýði en með öllum þeim lásum og lokum, sem
móðursystir hennar skipaði henni að liafa sér til varnar.
En hvert meyjarbrjóst er brynjað móti hinni fyrstu rödd
ástarinnar? Svo óreynd sem ýngismey þessi var, þá skildi
húu samt af náttúruviti sínu það, sem hirðsveinninn ekki
gat komið orðum að, og hoppaði hjarta hennar af fögnuði
útaf því, að sjá elskhuga liggja frammi fyrir fótum sér, —
og það slíkan elskhuga.
þó nú fát það, er var á sveininum, ekki væri nein
uppgerð, þá leiðsamtekki á laungu, að það færi af honum;
hann var ekki lengi að ná aptur hinu vanalega þori sínu
og stillíngu, en í sama bili heyrðist skrækhljóðaður
málrómur.
„Móðursystir mín kemur frá kyrkju!“ kallaði stúlkau
óttaslegin, „farið uú, herra! fyrir alla muni.“
„Ekki fyrr“, mælti sveinninn, „en þér gefið mér rósina,
sein þér berið í hárinu, til minníngar um yður“.
Hún tók rósina í skyndi af hinum hrafnsvörtu lokkum
sínum. „Takið þá við henni!“ sagði hún viknandi, „en
farið fyrir guðs sakir.“
Sveinninn tók við rósinni og margkysli hina fögru
hönd, sem rétti honum hana. þvínæst stakk liann blóm-
inu í húfu sína, setti fálkann á liönd sér og hljóp sem fælur