Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 49
49
Frá sér snúðgan blæ
Snjalt þjótanda.
Andar ntræna
í álfum þeim,
Svalar æ og æ
Ýta kindum.
Og svo mikið er víst, að hafi æfln ekki verið þar
jafnsæl og í iiinni lieiðnu paradís, allt fram yfir miðju
fyrslu aldarinnar eptir híngaðburð Krists, þá var mönnunum
en ekki náttúrunni um það að kenna. þá var Vesuvius
ekki griiumur harðstjóri, einsog hann hefir opt verið á
seinni öldum, heldur holl og vinveitt landvætlur. Að vísu
sáust mót til þess, að hann hefði gosið fyrr, þvi það lýsti
sér á jarðveginum, en þá var svo lángt liðið síðan, að
menn liöfðu ekki neinar sögur af þv't, en hitt var víst, að
hann hafði legið niðri um tvær hinar síðustu aldir. það
er mælt, að þrælahöfðinginn Spartakus hafi sett herbúðir
sínar í sjálfum eldgýgnum og ekki sakað, og tveimur
mannsöldrum síðar á tímum Augustusar keisara, ritar
landafræðíngurinn Slrabo, að allur Vesuvius liafi þvínær
verið alþakinn velyrktum ökrum og ekkert ófrjótt, nema
sjálfur tindurinn, og segir hann vera brunninn af jarðeldi,
er þá hafi verið slöknaður. Allar sögusagnir um eldgos
á fyrri tímum voru úr minnum liðnar, nema einhver óljós
endurminníng hafi eymt eptir í því, sem Hómer segir frá
í Odysseifskvæði um Lestrýgónana, hina hræðilegu jötna,
er mölvuðu skip Odysseifs og rotuðu félaga hans með
heljarbjörgum; en þó svo væri, þá hefði seinasta eldgosið
ekki getað verið seinna en þúsund árum fyrir Krist. það
er því engin furða, þó mönnum ekki stæði neinn ótti af
Vesuvius um þenna tíma, þókti miklu fremur héraðs prýði
Ny Sumargjöf 1861. 4