Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 29
29
er hann vissi sér trúan og skrifaði áskorun til uppreisnar
í hársvörðinn. þegar hárið var vaxið aptur, sendi hann
þrælinn og las Aristagoras bréfið í kolli hans. Var hann
sjálfur ærið fús til upphlaups og veitti honum hægt að fá
Miletosboi'garmenn í fylgi með sér; sjálfur lagði hann
niður völd sín og steypti harðstjórunum i hinum öðrum
borgum. En með því liðveizlu þurfti til þess, að fyrir-
tæki þessu gæti orðið framgengt, fór Aristagoras til Spörtu
á fund Kleomenesar konúngs og leitaði fulltíngis hjá honum,
en hann þversynjaði honum allrar liðveizlu. I Aþenuborg
varð honum meira ágengl, því bæði var jóniska nýlendan
þaðan upprunnin og í öðru lagi voru borgarmenn hræddir
um, að Persa konúngur mundi styrkja harðstjórann Hippias,
sem þeir liöfðu rekið af höndum sér, til að kúga sig á
nvjan leik. Fékk Aristagoras tuttugu skip hjá Aþenuborg-
armönnum og fimm frá Erelriu og sneri þvínæst heim aptur
til Miletosborgar. Unnu Grikkir Sardes og brendu upp
borgina, en þá sóktu Lydiumenn og Persar að þeim á
allar hliðar og urðu þeir að láta undan síga; skömmu
síðar biðu þeir ósigur við Efesus og fóru þá Aþenuborg-
armenn heim. En Jónar héldu uppreisninni áfram af
eigin ramleik og fengu Kara og Kýpreyinga í lið með
sér. Bandamenn þessir sýndu skjótt, að þá skorti bæði
samheldi og áræði og létu þeir landher Persa taka Kýprey,
rétt sem þeir höfðu unnið sigur á þeim i sjóbardaga.
Veitti nú Persum hvervetna betur og hætti Arislagoras
ódrengilega við stríð þetta, er hann þó var frumkvöðull
að; fór hann eptir það til þrakalands, en var drepinn
þar af landsmönnum. Var nú Hisliæus sendur lil Miletos
til að sefa upphlaupið, en er borgarmenn bægðust við