Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 126
126
skyttur eigi aö gánga á giáura og græntíglóttum fötum
með tvísólaða og stálnaddaða skó á fótum; festi skulu þær
og hafa og þykkva húfu fóðraða sér til hlífðar þar sem
hætt er við steinflugi.
Stundum eru veiðar þessar hættulausar, en hitt er þó
oplar að veiðimaðurinn ratar í lífsháska og margir eru þeir,
sem ekki hafa átt apturkvæmt. þegar veður er kyrt og
heiðríkt og ekki er farið í ógaungur, þá kenna menn ekki
annara meina en þreytunnar og því heldur margur, sem
ekki hefir orðið fyrir verra, að það séu öfgar einar, sem
sagt er um hætturnar á veiðum þessum. — En gengi hann
upp á sömu klettana, sem hann sá blika við i sólskininu,
— þegar þokan grúfir yfir og verður æ þéttari og þéttari,
svo að ekki sér handaskil, þá mundi hann þakka guði
sínum, ef hann hefði góðan leiðsögumann að fylgja sér til
bygða. Ef nú þar á ofan hvessir og ísíngin stendurfram-
aní gaungumann einsog örfadríf, en grasið og grjótið
verður glerhált af frostinu, svo að hvergi verður fótfesta,
þá mun hann ekki optar fýsa að leggja upp á háfjöllin,
nema í einsynu veðri.
En fjallbúarnir, sem harðnaðir eru í slíkum þrautum
skevta hvergi um veðrabrigðin, allrasízt þegar þeir eru ákafir
veiðimenn og óragir. Opt er lif þeirra eingaungu komið
undir hugdirfsku og snarræði, einkum eptir að þeitn hefir
heppnast veiðin, því þá verða þeir að bera feng sinn, sein
vegið getur allt að áttatíu pundum og er það nóg byrði
fyrir þann, sem klifrast verður i klettum og hömrum, þar
sem svo illt er að fóta sig.
Nú munum vér í fám orðum minnast á hæltur þær,