Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 3
3
höllinni Generalife, þarsem sjá má yfir Alhambra. Hafði
liann tekið einn af hinum tömdu haukum drottnlngarinnar
með sér til gamans. Sá hann þá, hvar fugl flaug upp úr
runni; tók hann því hettuna afhauknum og slepti honum.
Rendi haukurinn sér hátt í lopt upp og einhenti sér niður
til að hremma fuglinn, en misti hans; tlaug hann síðan
lángt burt og skeytti ekki kalli hírðsveinsins. Mændi
sveinninn eptir honum og leit aldrei af, en loksins sá hann,
hvar hann settist hæzt á turn nokkurn, er gnæfði lángt í
burtu og einn sér á forvirkjum Alhambraborgar; stóð hann
á barmi gjár þeirrar, sem skilur kastala þenna frá landi
því, er lá undir höllina Generalife.
Hirðsveinninn sté niður í gjána og gekk upp að turn-
inum, en á honum voru engar dyr, er vissu að dalnum,
og svo var hann hár, að ógjörníngur var að klifrast upp
á hann. Hugði sveinninn því bezt, að leita dyra á kastal-
anum sjálfum og gekk á sig lángan krók, þángaðtil
liann koin að þeirri hlið turnsins, sem var innangarðs.
Fyrirframan turninn var dálítill aldingarður með reyr-
gerði og seltur myrtusviðar runnum allt umhverfis. Skaut
sveinninn loku frá dyrum og gekk nú að turnhliðinu innan
um rósabeð og aldinrunna. Hliðið var harðlæst, en rifa
var á hurðinni og gat hann vel séð í gegnum hana, hversu
til hagaði að innan. þar var serknesk súlnahöll með gips-
veggjum og grönnum marmarastoðum; gosbrunnur var
þar með alabasturs umgjörð, kríngsettur fegurstu blómum.
1 miðri höllinni hékk gullið búr með saungfuglum í, en
fyrir neöan lá flekkóttur köttur á stól, innanum silki og
kvennlegar hannyrðir. A bunuskálinni liékk gitar, prýddur
litfögrum böndum.
1*