Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 16
16
gagnteknir voru af saung hennar. Barst nú fregnin um
hina frábæru snild hennar úr einni borginni í aðra. Var
ekki um annað talað í gjörvallri Andalusiu en saunginevna
fögru i Alhambra. Enda var ekki annars að vænta af
Andalusiumönnum, sem eru kurleisismenn raiklir og hafa
inestu mætur á saung, og það því fremur, sein gígjan var
töfrum búin, en saungmærin gagntekin af elsku.
Meðan öll Andalusia var í uppnámi útaf töfrasaung-
list þessari, þá var allt annar bragur á hirðinni. Filip
konúngur fimti var sárþjáður af þúnglyndi og margvisjegum
heilaköstum. Lá hann opt rúmfastur vikum saman og
þóktist vera þúngt haldinn. Einusinni fór liann fastlega
fram á það, að segja af sér konúngstigninni, og var drottn-
íngu lians mesta raun að þvi, þvi hún vildi ekki missa
af hirðprýðinni og Ijóma kórónunnar, enda stjórnaði hún
og ríki manns síns í veikindum hans með vizku og
skörúngsskap.
Ekkert var það, er betur hrifi á geðveiki konúngs, en
saungur og hljóðfærasláttur; gerði drottníng sér því allt
far af, að laða að hirð sinni alla hina ágætustu snillinga,
hvort heldur til saungs eða hljóðfæralistar og lét hún
saungmanninn Farinelli ætlð vera hjá konúnginum, einsog
líflækni.
En í það mund sem saga þessi gerðist, hafði verra
æði þyrmt yfir geðsmuni konúngs en nokkurntima áður.
Hann hafði lengi ímyndað sér, að liann væri veikur og
gat Farinelli ekki eytt þessum sjúkdóms hugarburði með
saungrödd sinni, en loksins þóklist konúngur gefa upp
öndina og hugði sig vera steindauðan.
þetta hefði nú verið ósaknæmt, og ef til vill ekki