Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 74
74
bnept sig í myrkvastofu. „Áður,“ skrifaði hann, „sá eg
hana stýra ólmuin gæðíngi einsog Alexander, veiða dýr
einsog Diönu, gánga sér til skemtunar einsog Venus;
þókti mér hún þá vera lík einhverri dís, þegar lokkarnir
fögru léku um hina yndislegu vánga hennar. Stundum
sat lnin í forsælu skógarins einsog g.vðja og gerði ýmist,
að hún saung með eingillegri rödd eða hrærði strengina
einsog væri hún Orfeifur.“ Gyðja þessi eða dís var þá
sextug þegar þessi orð voru skrifuð. Bréflð var sýnt
drottníngunni, en því fór fjærri að hún hlægi að smjaðri
vildarmanns síns, sem næst hefði verið, heldur viknaði hún
af raunatölum hans og fvrirgaf honum vegna ástar þeirrar,
sem bréfið virtist bera vott um.
Af öllum þeim, er Elisabeth lagði ástarhug á, var
enginn henni jafnkær og greifinn af Essex. þaðvarheldur
engin furða, því hann var hinn mesti atgjörfismaður,
fríður sýnum, djarfur bardagamaður og að öllu hinn ridd-
aralegasti; hann var ákafamaður, mikillátur og metnað-
argjarn og sást lítt fyrir, en kænsku skorti hann á við
ýmsa aðra, sem keptust eptir hylli Elisabethar.
Æfisól hennar var þá tekin að lækka, er Essex greifi
fyrir heppilegt tilvik öðlaðist hylli hennar. það var ein-
hvern dag, er rignt bafði, að drotlníng gekk út sér til
skemtunar og varð á einum stað svo mikil bleyta á vegi
hennar, aö hún mátti eigi yfir komast; ætlaði hún þá að
fítra á sig krók, en í því kom Essex og breiddi skikkju