Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 58
58
staðið niargar opinberar byggíngar, musteri, baðhús,
leikhús, auk annara húsa, sölubúða og iðnaðarhúsa,
svo nú er valla neitt það i lifnaðarhátluni fornmanna, sem
vér ekki getum þekt til hlítar. Að vlsu eru þessi hin
fögru musteri og súlnahallir hrundar niðurað miklu leyti,
þökin sliguð undir jarðarsverðinum, sein á þeim heflr
legið, og efri loplin brunnin af glóandi eymirju, en svo
mikið er samt varðveitt, að Pompeji veitir oss Ijósara
sýnishorn af lífi fornmanna en nokkur annar blettur i heimi.
Vér sjáum gjörla, hver skipun hefir verið á heimilum
þeirra, en um það hefðum vér ella verið ófróðir. Borg-
arstrælin hafa veriö mjó, svo að valla hefir mátt aka
tveimur vögnum samsiða, og hafa hús einstakra manna að
öllum jafnaði verið lág og einloptuð, með einum garði
ferhyrndum eða tveimur, og lágu herbergin þar umhverfis
með breiðum dyrum, svo dags birtan gæti skinið innum •
þær. Hið ytra hafa húsin verið einföld, en því meiri
stund hefir lögð verið á að prýða þau að innan, svo
að jafnvel i húsum iðnaðarmanna hafa verið glitsteina
myndir greyptar í gólfin, og veggirnir prýddir laufa og
dýra myndum, og þar innaní hafa opt verið hinar fegurstu
litmyndir eptir sögulegum viðburðum. Má sjá það á öllum
búshlutum fornmanna, hvort sem þeir hafa verið til gagns
eða prýðis, hvejsu hinar fögru listir liafa verið þeim allt
í öllu. Lampar, þrífætur, Ijósastikur, eirker og steinker
alla vega löguð, vopn og allskonar áhöld, allt lýsir þetta
hinni frábærustu snild og hagleik, og næmri fegurðar
tilfinníngu. — Hefir listasmíði öllu farið mikið fram fyrir
þaö, að snildarverk þessi fundust, enda var smekkur manna