Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 69
69
á hendinni. „Allir Englendíngar eru börn niín. MeÖan
eg hef vflr slíkri fjölskyldu að segja, þykir mér sem hvorki
sé eg barnlaus né líf mitt óþarfl. Skyldi mér nokkurn-
tíma leika í mun að breyta stöðu minni, þá skal eg fyrst
og fremst láta mér vera um velferð þegna minna hugað.
En ef eg lifi og dey einsog júngfrú, þá efa eg ekki, að
guðieg forsjá með vizku þíngsins og fyrirhyggju minni
komi í veg fyrir allar erfðadeilur og gefl yður þann kon-
úng, sem ef til vill verður mér líkari í þjóðar ást en arf-
borið barn mitt. Mér skal þykja það hverju ininnismerki
fegurra, ef þessi orð verða letruð á gröf mina: „Hér liggur
Elisabeth, sem lifði og dó einsog meydrottning,14
þingið lét sér lynda þetla svar hennar, en biðlarnir
neyttu allra bragða til að sigra hjarta liennar. Liðu svo
stundir fram, þángaðtil menn loksins gengu úr skugga um,
að allar slíkar tilraunii mundu vera fyrir gýg, og var hennar
ekki beðið upp frá því.
Fjærri fór því, að Elisabeth hefði óbeit á karlmönnum,
en hitt réði meiru, að hún vildi ekki binda hendur sínar.
Alla æíi sina lagði hún ákaft stund á, að þekkjast karl-
mönnum og með því hún þóktist vera kvenna fríðust, þá
vildi hún og láta þá kannast við það. Hún gat aldrei
verið ástalaus, en þess ber að gæta, að þó hún léti þá
miklu ráða, er hún lagði lag sitt við, þá voru það jafnan
dugandis menn, sem þarflr voru ríkinu, enda vægði hún
aldrei við þá, ef þeir komust í bága við hag þjóðarinnar.
það er því eugin furða, þó menn sæju i gegnum fingur við
þenna breiskleika hennar, sem mundi hafa bakað hverri
annari konu óvirðíngu.
Öll hirðin færði sér hégómagirni liennar í nytogreyndi