Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 82
82
Einusinni var þessi guðs maður kominn til fátækrar
ekkju, og rak hann þá augun í dálitiun járnpott, sem stóð
á hlóðunum fullur af jarðeplum, er konuskepnan ætlaði
að liafa til dagverðar með börnum sínum. Varð hann þá
öldúngis frá sér numinn, og sagðist aldrei á æfi sinni
hafa séð svo gullfallegan polt; setti liann fádæmis hól upp
á pottinn og kvað hann vera fáséna gersemi, sem ekki
gæti orðið oflofuð. Lofræða þessi, er klerkurinn hélt yfir
pottinum, fékk ekkjunni svo mikils, að hún inælti: „Guð
blessi yður, prestur minn! fyrst yður lízt svo vel á pott-
inn, þá ætla eg að biðja yður að lofa mér, að senda yður
hann heim á prestssetrið. Við þurfum hans ekki, því við
höfiun aniiaii stærri og hentugri, sem við notum optar.
þér gerið svo vel að þiggja liann, blcssunin mín góð!
Eg skal senda hann Tuma litla með hann í fyrra málið,
þegar liann fer að smala.“ „Æ, vertu ekki að því arna,
heillinmín!“ svaraði presturinn. „þú mátt ekki gera þér
svoddan ómak. En fyrst þú ert svo góð við tnig, að gefa
mér pottinn, þá skal eg sjálfur bera hann heim, — eg
get haldið á honum í hendinni. Mér þykir líka svo ósköp
vænt uin hann, að eg vil lánghelzt bera hann sjálfur.“
Töluðu þau nú um þetta fram og aptur og varð sú niður-
staðan, að presturinn skyldi sjálfur bera pottinn.
Hann þramrnaði nú á stað með kjörgrip þenna og bar
, hann ýmist í eða undir heudinni, eptir þvl sem honum var
liægast. Nú var til alírar óhamíngju brennandi sólarhiti,
vegurinn lángur, en presturinn feitlaginn og mæðinn, svo
hann varð dauðlúinn af byrði sinni áður en hann var
koininn miðja leið. Koin honum þá til hugar, að sér
mundi hægra, ef hann bæri pottinn á höfðinu. Tók hann