Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 81
81
upp alla söguna og sárbændi hana að fyrirgefa sér. Varð
Elisabeth þá svo utan við sig af reiði og harmi, að hún
hratt frá sér hendi hennar og sagði: „Guð fyrirgefi yður,
eg get það ekki.“
Saga þessi hefir aldrei verið sönnuð með sögulegum
rökum og verður það eigi varið, að hún er ótrúleg, þó
hún sé fögur og skáldleg.
Elisabeth andaðist 24. d. martsm. 1603 á sjötugasta
aldursári, þjáð af sorg og sjúkleik, en elskuð og treguð
af þjóð sinni, sem hún hafði vakið til lífs og hafið til
veldis og frægðar með atgjörfi anda síns og einstökum
duguaði, því svo má kalla að stjóruartími hennarhafi verið
gullöld Englands. þegar litið er til þess, hvað miklu hún
afkastaði, þá verður lastið að hverfa fyrirlofinu; hún hafði
sína bresti og þeirra má vel geta, ef menn aðeins vilja
minnast þess, að söguleg stórmenni tjáir ekki að mæla
með hversdagslegum spannarkvarða.
PRESTURINN MEÐ POTTINN.
(skozk saga).
Prestur nokkur var fæddur með þeim ósköpum, að
hann gat aldrei séð neina muni i eigu náúngans, svo að
honum ekki blæddi í augum. það var ekki nógmeðþað,
að hann var bráðsólginn í allt matarkyns, heldur var
hann einnig fikinn í mart hvað annað, sem menn ekki
girnast að jafnaði.
Nv Sumargjöf 1861. ^