Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 122
122
ágætl á Norðurlöndum; 9 aðaldyr voru á henni og 316
gluggar, súlurnar voru af dýrasta steini og ekki færri en
3361, þá voru og margar mvndir lil prýðis og eru eink-
uin tilgreind líkneski postulanna tólf, þau voru gulli roðin
og slóðu fyrir vesturgaflinum.
Af gersemum kyrkjunnar ber fyist og fremst að nefua
skrín Ólafs helga, sem bein hans voru geymd í. það var
þrefalt, innst var logagylt silfurkista búin gimsteinum, er
Magnús konúngur góði hafði látið gera, en utanum
hana voru tvær trékislur lagðar gulli og gimsteinum. Lás
var fyrir hverri kistu svo að upp yrði lokið, þegar skera
átti hár eða neglur á líkamanuin; Haraldur harðráði gerði
það síðastur (1066), læsti hann síðan skríninu og kastaði
lyklunum út á ána Nið. 60 manna þurfii til að bera
skrínið í prósessíu einsog vant var við konúngstekju, þá
er konúngur skyldi vinna eið að því, og á Ólafs messu
(28 júlí); dreif þá að fjöldi fólks er taka vildi á skríninu
og leita sér heilsubótar, en pýngjur inúnkanna fyltust óðum.
þá var og borinn á undan róðukross af silfri, þrjár álnir
á lengd og svo þúngur, að þrír menn gálu tæplega borið
hann.
þá voru og aðrar menjar Ólafs konúngs varðveittar í
kyrkjunni, hjálmur lians og sporar, öxin Hel, sverðið
Hneilir, spjót og skjöldur og merki. Hjálminn og sporana
tóku Svíar 1564, þegar þeir unnu þrándheim og kvað
hjálmurinn vera gevmdur í Stórkyrkjunni í Stokkhólini,
en hitt allt er fyrir laungu týnt og horfið.
Megintekjur sínar hafði kyrkjan af skríni Ólafs kon-
úngs bæði ofíúr 'og skati, er bændur skyldu greiða til þess
um allt ríkið. þegar trúin á helgi Ólafs dofnaði, þá rénaði