Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 18
18
hún hefir orðið henni enn kærari, þegar hún heyrði að hún
var koinin af sóniaverðri, en þó bláfátækri ætt; þókti henni
og mikils um vert, að faðir hennar liafði látið Ufið í orr-
ustu fyrir konúng sinn. „Sérlu slikum listum búin, sem
orð leikur á,“ mælti drottníng, „og getir þú út rekið hinn
illa anda, sem lagzt hefir á konúng þinn, þá skal eg
láta mér vera annt um hamíngju þína, og áttu þá bæði
auð og virðíngu í vændum.“
Drottníng var nú hin bráðlátasta og lángaði mjög til
að láta hana reyna list sina, leiddi hún hana þvi undireins
inní herbergið, þarsem konúngur lá.
Jasinta gekk niðurlút á eptir henni innanum raðir
varðmannanna og hirðmanna fjöldann. Komu þau loksins
inní stóran sal; var þar tjaldað svörtu og gluggum lokað
til að byrgja fyrir dagsbirtuna. Brann þar fjöldi vaxljósa
í silfurpípum, heldur glýjulega, og sást aðeins i daufri
skýmu hið sorgarbúna fólk, sem ekki talaði orð; gengu
hirðmennirnir fram og aptur með gætilegu fótataki og rauna-
legum svip. En konúngurinn sjálfur, sem hugðist vera dauður
og þreyði útför sína, lá á háum líkpalli með hendurnar
krosslagðar á brjósti sér og sá ekki nema á blánefið.
Drottning gekk þegjandi inní salinn og benti Jasintu
á fótskemil einn, er stóð úlí horni; gerði hún henni bend-
íngu um leið, að hún skyldi setjast á hann og byrja.
Fyrst þegar hún tók að slá gígjuna, var hún skjálf-
hent, en jafnótt og hún lék, jókst henni þor og andagipt
og sló hún svo himnesk hljóð úr strengjunum, að allir,
sem viðstaddir voru, gátu valla trúað, að það væri einhama.
En konúngurinn, sem hugðist þegar vera kominn í heirn
andanna, þóktist nú heyra saungraddir einglanna eða sam-