Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 32
32
Ekki reiddi þeim sendimönnum betur af, sem fóru
til Aþenuborgar, því fólkið greip þá í bræði sinni og
ste.ypti þeim niður í gjá og var svo kallað, að þeir væru
fyrir erindi sitt orðnir sekir í drottinssvikum gegn hátign
þjóðarinnar.
Nú sá Darius að Grikkland mundi eigi unnið verða,
nema með herskildi, og lét hann Datis og Artafernes vera
fyrir hínum nýja leiðángri. Sigldu þeir frá Killkalandi
þvert yfír Egeifs haf, evddu Naxos og Baugeyjar (Kyklades)
allar, nema Deley þyrmdu þeir sökum helgi hennar; héldu
þeir síðan til Euböyu, unnu borgina Eretriu, brendu hana
til kaldra kola og hneptu borgarmenn í fjötra. Nú var
eptir að reka harma sinna á Aþenuborg og hlíttu Persar
ráðum harðstjórans Hippiasar, en hann taldi þeim sigurinn
vísan. Hann hafði verið tuttugu ár í útlegð og vissi
ekki, að nú var öldin önnur í Aþenuborg; hann vissi ekki,
að þjóðin var gagntekin af anda frelsis og föðurlands
elsku, hann vissi ekki, hversu ást á frjálsri ættjörðu og
brennandi áhugi á sameginlegri velferð getur knúð hverja
þjóð, þó lítil sé, til hinna furðulegustu stórvirkja; þetta
var og Persum hulinn leyndardómur. Gengu þeir nú
svo þú vitir, hvort það er Ijúft eða leitt. J)ví hefðirðn reynt
það, þá mundir þú ráða oss til að berjast fyrir því af ítrasta
megni.“ Jegar þeir höfðu náð fundi Xerxesar, ætluðu varð-
menn hans að þraungvaþeim til að falla fram ogtilbiðja liann,
en þeir kváðust aldrei skyldu gera það, þó þeir hrintu sér
á höfuðið, því það væri ekki þeirra siður, að titbiðja menn.
En við konúnginn sögðn þeir: „Persa konúngur! Lakedæm-
onar hafa sent oss til að afplána víg kallara þeirra, erdrepnir
voru í Spörtu.“ J>á svaraði Xerxes þeim af miklum drengskap
og kvaðst ekki vilja vera líkur Lakedæmonum, eða vinna
sjálfur þann glæp, er hann vítti þá fyrir.