Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 26
MARAþONS BARDAGI.
Mæna fjöll yfir Maraþón,
Og Maraþón á ægis flóð,
Hló mér i leiðslu hugarsjón,
Er hugði eg frjálsa Grikkja þjóð,
I>ví þræll eg gat ei þókzt með hnjóð,
í>arsem eg Persa grafir tróð
Byron.
það er einsog andi vor verði gagntekinn af ein-
hverri guðlegri lotníngu eða tilbeiðslu, þegar vér, hvorl heldur
í huga eða verki, viljum þeirra stöðva, sem helgaðar eru
sögulegri endurminníngu unt glæsileg afreksverk. þegar
hinir miklu svipir líða fyrir augum vorum yfir vígvelli
liðinna alda, þarsem andi sögunnar stöð til hægri handar
köppunum, einsog Aþena í Tróju stríði, þarsem jörðin
vökvaöist af blóði frjálsra manna og tárum ættjarðarinnar,
þá finnum vér að vísu til saknaðar af þeirri tilhugsun,
að allt hið dýrðlegasta á jörðinni líður undir lok og eyðist,
en samt yfirgnæfir fögnuðurinn, því sýnileg eða ósýnileg
brýtur sigurgyðjan brodd dauðans og stendur kórónuð á
moldum þeirra, sem börðusl undir merkjum Ijóssins og
fórnuðu lífi sínu fyrir frelsi og mannhelgi. Yfir slíkum
stöðum skin hin eilífa nætursól minníngarinnar, sem aldrei
rennur í ægi.
En leiki Ijómi hennar yfir nokkrum stað, þá mun
hvergi bjartara en yfir Maraþóns velli, þarsem Grikkir
fyrir rúmum tveimur þúsundum ára brutu þrældóms veldi
Persa á bak aptur. þar sigraöi fæðin fjölmennið, ment-
unin siðleysið og frelsið ánauðina. Alvaldur Persaríkis
reyndi þar, að einn frjáls maður er betri en margir þrælar.