Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 128
128
og gefst þeim þar ekkert undanfæri, því tiniiurinn skútir
þverbratlur víirfram og verður ekki ofan komizt nema
sömn leiðina, sem upp er farin. Hann hyggur sér til
hreifíngs, því liann þykist hafa veiðina i hendi sér, leggur
bissuna við vángann og miðar, en í sama bili snarast
geitahnappurinn við með hafurinn í broddi fylkíngar, sendist
öðfluga ofaneptir tindinum og hrindir veiðiinanni niður
fyrir björg, nema hann í sama vetfángi lleygi sér niður
og láti hópinn hlaupa yfir sig. þess er jafnvel dæmi, að
ein steingeit, sem þannig var afkviuð, snerist allt ieinuvið
og sendistá veiðimann,svo að hann steyptist ofan fyrirhamra.
Sízt af öllu má steingeita skyttum vera hætt við svima;
þeim má ekki vera gjarnara við honum en erninum, sem
sveymar hæzt upp við ský, þvi opt verður skotmaður að
klifrast þar sem ógurlegt hyldýpi er fyrir neðan, og má
ekki bregða sér meira við það en hann gángi eptir lopt-
stiga. Hafa því veiðimenn ýms ráð við svima, eða þykjast
liafa, t. a. m. Steingeitarjurt (Doronicuni), sem þeir bera
á sér, en þenna krapt eigna þeir henni af því sleingeilur
bila hana allra grasa helzt, en þær sundlar aldiei. Svo
er og mælt að kúlur nokkrar, er tinnast í steingeita vömb-
um, séu sömu .náttúru. Ræður að likindum, að lítil hæfa
sé í þessu, en það sannast hér sem optar, að inönnum
verður að trú sinui.