Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 115
115
kyrð yfir því og sáust úr þessu hvorki riddarar né tignar
meyjar, hestar né herklæði.
Loptið var kafþykt og grátl ílits, sólin var runnin í
reiði og hafði brugðið eldslit á skýjaklakkana; þá sást
svartmúnkurinn, sem fyr var nefndur, á gángi með kross-
lagðar hendur og var kominn svo sem steinsnar frá abóta-
klaustrinu. Vanþrif voru komin i trén og runnana, vind-
urinn var farinn að bregða hinu ískyggilega drúnga logni,
er verið hafði um daginn og stundi þúngan öðru hverju,
einsog liann segði óveðrið fyrir. Leðurblaðkan flögraði
um loptið í kynlegum sveigum og jörðin úði og grúði af
skriðkvikindum, sem vissu á sig rignínguna og skreiddust
upp til að fitna og vaxa í vætunni.
jNú starblíndi múnkurinn ekki lengur á jörðina, heidur
skimaði hann í allar áttir einsog þessi dimma og skaðvæn-
lega sjón samsvaraði innra manni hans. Hann staðnæmdist
aptur við hús systranna og gekk inn um hliðið á húsa
baki, en nú heyrði hann ekki eym af hlátri og ekki hafði
hann fegurð hinna fimm systra fyrir augum sér. Allt var
þögult og eyðilegt. Limar trjánna voru beygðar og brotn-
ar og grasið gróið yfir sig í órækt. það var svo lángt
liðið síðan að léttir fætur höfðu stigið á það.
Múnkurinn gekk tómlega og hugsunarlaust inn í húsið,
einsog hann vissi breytíngu þá, er á varorðin. Hann kom
inu í lága og dimma stofu og sátu þar íjórar af systrunum.
Asjónur þeirra voru fölar og sýndust enn fölari afþvíþær
voru í svörtum klæðum; þær báru á sér merki tregans
og tímans, og þó enu væru þær tignarlegar álituin, þá
var samt blómi fegurðarinnar horfinn.
En Alice þá — hvar var hún? — Á himnum.
8*