Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 110
110
— ollu því, sem okkur gefst að líta af þessu hinu dimma
og djúpa flóði — að þeim skuli svo hugsunarlaust vera
burt kastað.“
„Faðir!“ sagði stúlkan og hætti um leið að sauma
einsog hinar, „við höfum gert bæn okkar við morguntíðir,
við höfum útbýtt ölmusum okkar við hliðið, einsog við
gerum á degi hverjum, sjúkliugunum höfum við hjúkrað;
— við höfum aflokið öllum morgunverkum okkar. Eg get
þó ekki öðru trúað en að vinna okkar sé saklaus.
„Lítið á!“ sagði múnkurinn og tók saumgrindina úr
höndum hennar, „hér er flókinn samselníngur margbreyttra
lita, sem hvorki hefir mark né mið, nema ef vera skyldi,
að hann einhverntima sé ætlaður til að vera hégóma prýði
oflætisins, sem ykkur breiskum og gjálífum konum er svo
hætt við. Hverjum deginum af öðrum hefir verið eytt til
þessa heimskulega verks og allt fyrir það er það ekki
hálfgert enn. Skugga sérhvers umliðins dags ber á grafir
vorar og maðkurinn, sem sér það, hlakkar yfir því, hvað
fljólt okkur miðar áfram. Dætur mínar! verður hinum
óðfleygu stundum ekki varið til neins, sem betra er en
þetta ?“
Fjórar eldri systurnar litu þá til jarðar einsog þær
yrðu snevptar af ámælum liins helga manns, en Alice leit
upp og horfði blíðlega til múnksins.
„Hún móðir okkar góða“ — mælti ýrjgismærin, „guð
miskuni sálu hennar!“
„Amen!“ sagði múnkurinn í hálfum hljóðum.
„Hún móðir okkar góða“, sagði Alice fagra, „var enn á
lífi, þegar við bvrjiiðum áþessu seinlega verki og beiddi hún
okkur ótrauðar og ánægðar að halda því áfrarn, þegar hún