Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 19
19
klið himinlúnglanna. En smámsaman breytti hún um
lögin og fúr nú að sýngja undir með hljóðfærinu. Saung
hún þá þjúðkvæði eitt um Alhambra og afreksverk Serkja.
Hún útjús öllu hjarta sínu 1 saungnum, því endurminníngin
um Alhambra var nátengd ástarsögu hennar. Líkstofan
galt samkveð við hinum andiíka saun^hennar, ogþreyngdi
hljúmurinn ser inn í hið dimma hugskot konúngsins.
Hann lypti upp höfði sínu og litaðist um, augu hans
lifnuðu og tindruðu og loksins stökk hann niður á gúlfið
og heimtaði sverð og skjöld.
Nú hafði saungurinn eða réttara sagt töfragígjan unnið
fullkominn sigur. Djöfull þúnglyndisins var út rekinn og
andaður maður vakinn upp frá dauðum. Var þá salar-
gluggunum lokið upp og Ijúmaði súlin dýrðlega um sorg-
arhúsið; leituðu þá augu allra aðhinni töfrandi saungmey,
en gígjan var dottin úr höndum hennar; sjálf var hún
hnígin niður, en í sama vetfángi lá hún upp við hjarta
Ruyz Alarkons.
Skömmu síðar fúr fram brúðkaup elskendanna með
mikilli viðhöfn. En lesandinn mun spyrja, livað Ruyz
Alarkon hafi getað fært sér til afsökunar, þarsem hann
hafði svo lengi slegið slöku við. — því olli mútspyrna föður
hans, sem bæði var stúrlátur, ágjarn og gamall; en úngir
elskendur sættast fljútt og gleyma afstöðnum þrautum, þegar
þeir finnast aptur.
En hvernig fékkst þessi gamli, ágjarni og stúrláti faðir
til að gjalda jáyrði sitt?
það þurfti ekki nema eitt orð af hálfu drottníngar til
að telja honum hughvarf, helzt þegar hann sá, að virðingu
og verðlaunum rigndi niður yðrJasintu, sem var uppáhald
2*