Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 5
5
„Heilög Maria mey!“ sagði stúlkan, „vkkar hirðar-
herranna vegna á eg að hafa dvrnar sem bezt læstar, —
fústra mín hefir skipað mér það.“
„Já, vegna þessara viðsjálu hirðarherra“, svaraði sveinn-
inn, „en eg er ekki l þeirra tölu; eg er ekki nema sak-
laus drengur, sem verður allra manna ólánsamastur og
aumastur, nema þér gerið þessa bæn mína.“
Hjarta ýngismeyjarinnar viknaði, er hún heyrði, að
sveinninn gæli ratað í annað eins ólán. Henni þókti sárgræti-
legt, að hann skyldi verða ógæfumaður út úr slíku lítil-
ræði, enda virtist henni auðsætt, að hann myndi ekki vera
einn af hinum háskalegu mönnum, sem fóstra hennar lýsti
líkast mannætum, er ætíð væru boðnir og búnir til að
veiða saklausar stúlkur í tálsnörum sínum; hann var svo
Ijúfur og kurteis og stóð þarna svo auðmjúkur með húfuna
í hendinni, en áslarblíðan skein af yfirbragði hans.
Sá hann nú að vörnin fór að linast og ánýjaði því
. bæn sína með svo hjartnæmum orðum, að engin mennsk
mær mundi hafa getað synjað honum.
Hún roðnaði við og fór ofan til dyra; lauk hún þeim
upp með skjálfandi hendi, og hafi sveinninn orðið frá sér
numinn, þegar hann sá andliti hennar allrasnöggvast bregða
fyrir í glugganum, þá má nærri geta, hversu hjarta hans
hefir heillast, er hann sá hana standa frammi fyrir sér
augliti til auglitis.
Hún var á andalusiskum upphlut og snotrum serk,
og mótaði fvrir hinu munaðarlega limalagi ínnanklæða,
því hún var gullfallega vaxin, og var vöxtur hennar einsog
mitt á milli bernsku og æsku. Hár hennar var ljómandi
fagurt og var því vandlega skipt yfir enninu; hafði hún