Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 61
61
„Nú leytaði eg til böðla mannkynsins og geystist út í
óveður æðandi bardaga. Eg frvjaði hinum æðandi ber-
mönnum hugar, en örfarnar og spjótin brotnuðu á likama
mínum. Hin leiptrandi sverð Serkja brustu á skalla mínum,
kúlurnar dundu á mér og logandi skeyti hæfðu mig, en
grönduðu mér ekki; fílarnir tróðu mig undir fótum sér
og hinir stálskúuðu hestar gengu á mér fnæsandi af reiði.
Tæligrafir þrúngnar af eyðandi eldurn sprúngu undir mér
og þyrluðu mér í háa lopt; — eg datt ofaná hrúgur
dauðra líka, allur brunninn, en ekki dauður. Járnkylfur
jötnanna hrukku magnlausar frá líkaina mínum; hendur
böðulsins gátu ekki kyrkt mig, tennur tígrisdýrsins unnu
ekki á mér; hið soltna Ijón á leiksviðinu vildi ekki gleypa
mig. Eg lifði saman við eitraða snáka og ýfði hinn rauða
kamb drekans. Höggormurinu beit mig, en gat ekki banað
mér. Drekinn kvaldi mig, en þorði ekki að leggja mig
til munns sér.“
„Eg espaði reiði harðstjóranna; eg sagði við Nero: „þú
ert blóðvargur!“ eg sagði við Muley Ismail: „þú ert blóð-
vargur!“ Kúgararnir hugsuðu upp grimdarfullar pynding-
ar, en gátu samt ekki líflátið mig. Æ! að geta ekki
dáið! mega ekki hvílast eptir mæðu og þrautir lífsins, að
vera dæmdur til eilífs varðhalds l þessari moldarprísund,
dragast sífelt með þetta veika og hrörlega hold og
ala Tiðina, hina soltnu hýenu, sem elur upp afkvæmi sin
jafnótt og hún elur þau. — Æ ! að geta ekki dáið! þú
hinn óttalegi hefndardrottinn á himnum, eigirðu hræðilegri
hegningu til, þá láttu hana dynja yfir mig, skipaðu fellibyl
að feykja mér til Karinelfjallsins, svo eg liggi þar ilatur á
jörð og deyi.“