Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 4
4
NORÐURLJÓSIÐ
oss, að vér skulum kallast Guðs börn, og það erum vér.“ Það
þykir upphefð í þessum heimi, ef einhver er af göfugu foreldri
kominn, sonur eða dóttir stórættaðra manna eða auðjöfra. En
hvað er slík upphefð á móts við það, að vera Guðs barn? Hvílík
tign! Hvílík staða! Hvílík ábyrgð að vera Guðs barn!
Jójakín fór úr bandingjafötum sínum. Náðuðum, frjálsum
manni hæfði ekki fangabúningur. En Babelkonungur færði hann
ekki úr klæðum bandingjans. Jójakín varð að hafa fyrir því
sjálfur. Þetta var hans ábyrgð, hans verk.
Barni Guðs hæfir ekki, að það hagi sér á sama hátt og fólk
ger.ir flest. Framkoma þess og breytni á að vera öll önnur. Við,
sem trúum á Drottin Jesúm sem frelsara okkar, fáum þau fyrir-
mæli í nýja testamentinu, að við eigum að afklæðast hinum
gamla manni, leggja af verk myrkursins. „I Jesú hafið þér lagt
af ásamt með hinni fyrri breytni hinn gamla mann, sem er spilltur
af tælandi girndum.“ (Efes. 4. 22.) Þetta eru bandingjaföt okkar.
Lífernið, hátternið, framkoman við aðra á að gerbreytast.
Hvað á að koma í staðinn? Klæði hins náðaða, nýja manns.
„íklæðizt því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir hjart-
gróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð, langlyndi;
umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefir
sök á hendur öðrum; eins og Drottinn hefir fyrirgefið yður, svo
skuluð þér og gera . . . En íklæðizt yfir allt þetta elskunni, sem
er band algerleikans, og látið frið Krists ríkja í hjörtum yðar,
.. . og verðið þakklátir.“ (Kól. 3. 11.—14.).
Hvílíkur klæðnaður! Hvílíkur skrúði! Guð vill hafa börnin
sín vel búin, vandlega klædd í fegurstu dyggðir, sem skartað geta
á mennskum manni, meðan hann dvelur hér í heimi meðal synd-
ugra og ófullkominna manna. „Iklæðizt elskunni.“ Henni er lýst
í 1 Kor.intubréfi 13. kafla. Sá kafli á að verða lýsing á þér og
mér, kæra Guðs barn. Getur þú, get ég, sett nafnið þitt, nafnið
mitt inn í þann kafla í stað orðsins kærleikur? Reyndu, sjáðu,
hvernig fer?
Jójakín borðaði stöðuglega hjá velgerðamanni sínum, Evil-
Meródak, meðan hann lifði. Daglega naut hann þeirra gæða,
sem konungsborðið hafði að bjóða. Daglega gat hann veitt sér
þá ánægju að horfa á velgerðamann sinn og heyra raust hans,
sem talað hafði vingjarnlega við hann og huggað hann.
Biblían, Guðs orð, er það nægtaborð, sem Guð vor og frelsari
hefir búið oss. Sæll er sá maður, sú mannssál, er mettar sig dag-
lega af þeim nægtum. Drottinn Jesús, frelsari okkar, ætlast ekki