Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 19
norðurljósið
19
Molar frá borði meistarans
(Greinir handa Uerisveinum Krists.)
1. Davíð konungur.
Eftir JÓGVAN P. JAKOBSSON.
Davíð var yngsti sonur Ísaí. Langafi hans og langamma voru
þau Rut og Bóas, er segir frá í Rutarbók. Davíð var af ætt Júda
og varð annar í röðinni af konungum Israels. Þar sem hann var
yngstur af átta bræðrum, hafði hann það starf á hendi, að geyina
sauða föður síns. Hann var söngelskur. Hann fékk líka þann
vitnisburð hjá einum af sveinum Sáls konungs, að hann væri
hreystimenni og bardagamaður.
Davíð virðist hafa verið ágætur unglingur, hlýðinn og trúr yfir
litlu þá, eins og hann var trúr í stóru síðar á ævinni. Hann er
hinn eini í ritningunni, sem ber Davíðs nafn, en það nafn þýðir:
Elskaður. Vera má, að þetta sé vegna þess, að hann var táknmynd
**f Drottni Jesú Kristi. Nafn Davíðs kemur oftar fyrir í ritning-
unni en nokkurt annað mannsnafn. Svo sem alkunnugt er, var
Davíð forfaðir Jesú Krists. Páll postuli skrifar í fyrsta kafla
Eréfsins til Rómverja um Jesúm Krist, að hann var „eftir hold-
>nu fæddur af kyni Davíðs.“ Og Jóhannes postuli ritar í síðasta
kafla Opinherunarbókarinnar um Jesúm, að hann er „rótar-
kvistur og kyn Davíðs.“
Ævi Davíðs og starf birtir ýmsar myndir af Drottni Jesú og
starfi hans. Vér skulum athuga sumar þeirra að minnsta kosti:
L Davíð var hirðir. Hann gætti hjarðar föður síns og annaðist
hana. Hann var milligöngumaður föður síns og hjarðar hans.
Hann bar alla ábyrgð á hjörðinni. Hann átti að sjá um, að enginn
sauður af öllum þeim, sem faðir hans hafði falið honum, skyldi
lýnast eða verða rænt af villidýrum.
Jesús er liirðir. Hann sagði: „Ég er góði hirðirinn, góði hirð.ir-
'nn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina.“ Við erum sauðirnir.
Hann er hirðir.inn. Hann ber ábyrgðina. Hann er sterkur. Við
erum þróttlaus og ósjálfbjarga. Hann er góði hirðirinn. Hann er
tneðalgangarinn á milli Guðs og manna. Hann gengur á milli
Duðs og syndarans. Hann gengur á milli Guðs og safnaðarins.
Sauðir Krists heyra raust hans: „Mínir sauðir heyra raust mína,“
sagði hann, „og ég þekki þá, og þeir fylgja mér, og ég gef þeim