Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 39
Norðurljósið
39
ÞÆTTIR ÚR SÖGU MINNI
Þrjár fyrstu, rœður mínar. Eftir ritstjórann.
Feröasögur og æviþættir er vinsælt efni hér á landi. Ferða-
sögur fyrrv. ritstjóra Nlj., Arthurs heitins Gook, voru mjög vin-
sælt efni, er þær birtust í blaðinu; þær voru um leið æviþættir
hans,.sem fróðlegt var að kynnast.
Núverandi ritstj. Nlj. er ferðalangur lítill og mun að líkum
hverfa svo úr þessum heimi, að hann hafi aldrei komizt umhverf-
is Island, hvað þá til annarra landa. Þó hefir sitt af hverju drif-
ið á daga hans, er fólki getur þótt gaman eða fróðlegt að lesa
eða haft nokkurt gagn af að kynna sér, eigi það kost á því.
Hér á nú að segja af þremur fyrstu ræðunum mínum. Þar má
líta þrjár myndir og nokkuð ólíkar.
1. RÆÐÁN Á ÖLFUSÁRBÖKKUM.
Það var síðla vetrar 1922. Eg var við nám mitt, er ég varð
að stunda af kappi, því að ég kom ekki í 2. bekk Kennaraskól-
ans fyrri en svo seint, að það var hinn 20. janúar, er ég byrj-
aði að læra. Hafði ég leyfi skólastjórans fyrir því, að ég þyrfti
ekki að koma suður fyrri en eftir nýjár. Var það gert til að
spara mér námskostnað.
Þá bar svo til einn dag, að skólastjóri, síra Magnús Helgason,
kemur til mín og spyr, hvort ég vilji ekki lesa með stúlku, sem ætli
að taka próf upp í 2. bekk um vorið.
Eg tók hana að mér og las með henni. Hún var dóttir síra
Olafs Sæmundssonar í Hraungerði í Flóa og hét Stefanía. Hún
er nú látin.
Stefanía var námskona mikil og kappsöm og stóð sig vel á
prófinu. Um það bil er því lauk, gat hún þess við mig, að föður
sinn vantaði kaupamann þá um sumarið og spurði mig, hvort
eg vildi vera hjá honum. Mig vantaði vinnu, svo að þetta varð að
ráði, og var ég í Hraungerði um sláttartímann.
Ungmennafélag var í sveitinni og er sjálfsagt enn. Gekkst fé-
lagið fyrir því, að skemmtisamkoma skyldi haldin á bökkum
Olfusár, eigi fjarri Laugardælum, ofar með ánn,i. Átti þar að
Verða sitthvað til skemmtunar, og meðal annars var auglýst ræða.
Félagið hafði snúið sér til síra Magnúsar Helgasonar og feng-
ið loforð hans, að hann skyldi halda þar ræðu. En í vikunni fyr-
lr samkomuna forfallaðist hann, og gat ekki komið. Þá var far-