Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 57
NORÐURLJÓSIÐ
57
horfi3.“ Síðan spurði hann: „Vissuð þér, í hve afskaplega slæmu
astandi hitt augað var, þegar það var rannsakað síðast?"
George, sem mundi allt of vel eftir ótta sínum, að hann yrði
hlindur, kinkaði kolli.
„Jæja,“ sagði sérfræðingurinn, „þér hafið fengið dásamlega
lækningu á báðum augum!“
Um það bil tveimur árum eftir, að hann læknaðist, ákvað
George að leika ofurlítið á lækninn, sem litið hafði eftir honum
1 Butler, bæði meðan hann var í sjúkrahúsinu og eins á eftir.
„Eg vissi, að hann mund.i ekki muna eftir mér að svo mörgum
árum liðnum,“ sagði George, „svo að ég tók konu mína með
H*ér, og í vasa minn stakk ég bréfmiða, ávísun hans á skaða-
bætur handa mér, og bað hann að rannsaka augu mín.“
Eftir rannsóknina spurði George: „Jæja, hvernig er ég?“
„I ágætu standi,“ sagði læknirinn. „Annað augað er dálítið
hetra en hitt, en það gerir ekkert til. Það er eins ástatt um augun
i mér. Vinstra augað hefir fullkomna sjón; hægra augað 85 af
hundraði.“
Þá stakk George hendinni ofan í vasann og dró upp miðann,
sem sýndi niðurstöður rannsókna vegna skaðabóta.
Læknirinn las undrandi og hélt ófram að endurtaka aftur og
aftur: „Það er eitthvað í þessu. Það er virkilega eitthvað í þessu.“
Hann gerði enga tilraun til að neita lækningunni, — hann gat
það ekki, því að þarna var skýrslan fyrir framan hann.
Guð gerði kraftaverk á George Orr.
„Drottinn, að ég megi fá sjón mína,“ hafði verið beiðni hans.
Dg tii hans, eins og til Bartímeusar blinda nærri tvö þúsund ár-
áður, hafði svarið komið: „Far þú leiðar þinnar; trú þín
hefir gert þig heilan. (Mark. 10. 52.)
8. Eugcne Uscchck.
Laglegur, ungur maður gekk hreykinn inn í Barnasjúkrahúsið
1 Pittsburgh. Hann átti að koma þangað til að finna alkunnan
^ækni. Þetta var mikilvæg stund fyrir hann, því að hann átti að
fá læknisskoðun óður en hann gengi í flugherinn.
Hann var að koma og finna sama lækninn, sem verið hafði
læknir hans, er hann var þjáður af Perthes-sjúkdómi, þegar hann
Var níu ára gamall.
Dag.inn eftir jóladag 1949 hafði frú Llsechek (móðir hans)