Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 173
NORÐURLJÓSIÐ
173
anum, unz trú mín var týnd, og það virtist ekkert gera til. Ég
hélt, að ég væri búinn að gleyma þessu öllu,“ hann andvarpaði
snögglega, „en þegar ég tala við þig, kemur það allt aftur ljós-
lifandi. Mér er farið að finnast, að ég hafi týnt einhverju, sem
er mikilvægt.“
„Þú hefir ekki gleymt þeim, Filippus,“ mælti hún hljóðlega.
„Það, sem barnið nemur, verður hluti af því sjálfu. Óafvitandi
hefir þú látið þetta halda áfram til hennar Jennifer, þegar þú
sagðir henni biblíusögurnar, sem ég var vön að segja þér. í raun
og veru er trúin þín ekki týnd heldur. Hún hefir verið lögð til
hliðar, grafin undir öllu hinu, sem smám saman hefir tekið hug
þinn allan. Ef þú gæfir trúnni tækifæri, mundi hún lifna við, og
þá mundir þú sjá leið út úr öllum erfiðleikum þínum.“
„Heldur þú þetta í raun og veru? Stundum finnst mér, að við
séum svo á kafi, að við komumst aldrei upp úr.“
„Ef þú metur andlegu verðmætin mest,“ sagði Elízabet við
hann, „og sérð hið rétta gildi hlutanna, þá muntu sjá það sjálfur,
að þú verður langtum hamingjusamari, ef þú hefir færri hluti að
sjá um af þessa heims gæðum. Elaine er örþreytt af áreynslunni
við að reka verzlun og sjá um heimili líka. Heilsa hennar yrði
betri og friður hugans meiri, ef hún hætti verzluninni og héldi
sig við heimilið. Þá þyrfti ekki að senda Jennifer í heimavistar-
skóla. Það mundi spara einn útgjaldaliðinn, og barn.ið yrði miklu
hamingjusamara."
„Heldur þú, að henni líði þar illa?“ spurði hann snögglega.
„Ég hefi áhyggjur út af henni.“
„Ég held hana skorti öryggiskennd,“ svaraði hún. „Elaine
sagði í kvöld, að hún vildi, að hún yrði sjálfstæð. Barnið getur
þvi aðeins orðið það, að það sé alveg öruggt um sig. Skólinn
getur verið ágætur, og skólalífið getur átt vel við sum börn. En
Jennifer þarfnast daglegs sambands við þá, sem hún elskar.“
„Og Elaine?“ spurði hann með áhyggjurómi. „Hvernig mundi
henni falla þetta hreytta mat á hlutunum? Þegar hún giftist mér,
þá vissi hún ekki betur en ég hefði enga trúarsannfæring. Er það
rétt að þrýsta þessu að henni sem stendur?“
„Því get ég ekki leyst úr fyrir þig, Filippus,“ sagði hún og
stóð á fætur til að ganga til herbergja sinna. „Þú verður að
leysa úr því sjálfur — og Drottinn. Gleymdu því ekki, að þú sem
fjórtán ára drengur, festir traust þitt á honum sem frelsara þín-
um. Þú getur hafa rofið þann samning, en það gerir hann ekki
ogildan af Hans hálfu. Þú hefir yfirgefið hann, en hann hefir